Entries by

,

Tennis kynning

Laugardaginn 26. október frá kl. 9:30 til hádegis verður tennisíþróttin kynnt fyrir öllum sem hafa áhuga. Landsliðsmennirnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius munu sýna tennisleik og kynna reglur og síðan er öllum velkomið að prófa og fá leiðsögn. Tennis er vaxandi íþróttagrein á landinu og er gaman að fá boð um kynningu frá […]

Fótboltinn í fullu fjöri.

Æfingar hjá yngri flokkum í fótboltanum eru komnar á fullt skrið í. Allir flokkar byrjuðu að æfa í byrjun september. Æft er í hlýjunni í Hamarshöll. 8.flokkur (leikskólaaldur) æfa 2svar í viku. Þar eru efnilegir krakkar að taka sín fyrstu skref í fótbolta.  7. og 6. flokkur Mæta á æfingar strax eftir skóla. Krakkarnir eru […]

Hamar hraðmótsmeistari HSK

A-lið Hamars kvenna gerði góða ferð á árlegt hraðmót HSK í blaki sem fram fór 7. október á Laugarvatni.  Kvennaliðið vann alla sína leiki og vann mótið nokkuð örugglega. Hamar sendi einnig B-lið til leiks og stóðu þær sig með ágætum þótt ekki kæmu verðlaun í hús að þessu sinni. Karlakeppnin fór svo fram þann […]

Nýr vefur Hamars

Ný og endurgerð heimasíða Hamars var opnuð með viðhöfn í aðstöðuhúsi við Grýluvöll í dag. Viðstaddir voru forráðamenn deilda og aðalstjórnar auk fleiri gesta en forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, Ninna Sif Svavarsdóttir opnaði nýja vefinn formlega. Það var Vefþjónustan sf. sem hefur haft veg og vanda að uppsetningu síðunnar og er það von aðalstjórnar Hamars að […]

Frá formanni

Í sumar tók stjórn Hamars ákvörðun um að endurnýja heimasíðu Hamars.  Eldri síðan hefur þjónað sínum tilgangi ágætlega í gegnum árin en margt vantar þó upp á svo hún sé nútímaleg og notendavæn.  Nýja síðan verður notendavænni í alla staði, fyrir iðkendur,foreldra og þjálfara.  Linkar verða á síðunni inn á Facebook og Twitter og einnig […]

Leikjanámskeiðið í sumar

Leikjanámskeiðið sem haldið var í sumar heppnaðist nokkuð vel og komin nokkur reynsla á þetta fyrirkomulag. Námskeiðið var í þetta skiptið með aðsetur í Íþróttahúsinu við Sunnumörk og gátu stjórnedur með því móti skipulagt tíma innanhúss ef veður væri hamlandi útiveru sem var þó afar sjaldan í ár. Ýmislegt var tekið sér fyrir hendur og […]

NORI – Skráningar og greiðslukerfi

Á síðasta ári tók stjórn Hamars þá ákvörðun að taka upp notkun á skráningar- og greiðslukerfinu Nori sem mörg önnur íþróttafélög hér á landi hafa notað við góðan orðstír síðustu ár. Á þessu ári sem liðið er hafa forsvarsmenn deilda Hamars verið að læra á kerfið og feta sig áfram í notkun á því og […]

Haddi tekinn tali

Við fengum hann Hallgrím Brynjólfsson, betur þekktan sem Hadda í stutt spjall fyrir veturinn sem framundan er. Eins og flestir vita þá spila Hamarsstelpur aftur í deild þeirra bestu eftir eins árs dvöl í fyrstu deild þar sem liðið fór með sigur gegn Stjörunni í hörku einvígi. Hvernig leggst veturinn í þig? Hann leggst vel […]

Bragi Bjarnason þjálfari Hamars

Það hefur væntalega ekki farið fram hjá málkunnugum að hinn geðþekki  Bragi Bjarnason er tekin við þjálfarastarfinu hjá meistarflokki Hamars í körfunni og tekur þar við Lárusi Jónssyni sem horfin er á vit ævintýranna á suðrænni slóðum. Hamar spilar í 1.deildinni í vetur og ekki úr vegi að fá nýjan þjálfara strákanna til að svara […]