Entries by

Stelpurnar hefja leik í kvöld

Hamarsstelpur hefja leik í Domino´s-deild kvenna í kvöld en stelpurnar heimsækja Grindavíkurstelpur. Leikurinn hefst kl: 19:15 og fyrir þá sem ekki komast geta fylgst með gangi leiksins hér http://www.kki.is/widgets_home.asp Á árlegum kynningarfundi fyrir Domino´s -deildirnar sem haldin var í Laugardalshöllinni í gær var birt spá af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum félaganna líkt og venjan er […]

Íþrótta- og fjölskyldudagur 3.október

Íþrótta- og fjölskyldudagur Íþróttafélagsins Hamars og Hvergerðisbæjar verður föstudaginn 3. október næstkomandi frá kl. 16:30 – 18:30. Deildir Hamars kynna starfsemi sína. Nú skemmtum við okkur saman í íþróttum öll fjölskyldan! Kl. 16:30 – Stutt kynning á starfi Hamars og golfklúbbnum Boltagólf – 16:45 – Brennó og/eða skotbolti á boltagólfi – 17:10 – Körfubolti og […]

Hreyfivikan – Move Week

Hreyfivikan (Move Week) hófst í dag og stendur til 5. október. Mikil og góð þátttaka er um allt land og dagskrá víðs vegar glæsileg og metnaðarfull í alla staði. Markmið Hreyfivikunnar er að kynna kosti þess að taka virkan þátt í íþróttum og hreyfingu sér til heilsubótar. Allar nánari upplýsingar um Hreyfiviku (Move Week) er að finna […]

Strákarnir sigruðu Greifamótið

Hamarsstrákarnir tóku þátt í Greifamótinu á Akureyri um helgina en auk okkar drengja tóku þátt fyrstu deildar liðin Höttur og heimamennirnir í Þór. Á föstudagskvöldið mættu strákarnir Hetti og voru þeir eitthvað seinir í gang eftir bílferðina norður. Hattarmenn leiddu til að byrja með en um miðbik annars leikhluta tóku Hamarsmenn góðan sprett og leiddu […]

Julian Nelson til liðs við Hamar

KKd. Hamars hefur samið við Bandaríkjamanninn Julian Nelson. Nelson kemur úr Coker Háskólanum og getur spilað nokkrar stöður á vellinum og er sagður mikill skorari. Bundnar eru miklar vonir við kappann sem lendir á klakanum næstkomandi föstudag. Hann var í byrjunarliði Coker Háskólans alla 28 leikina á síðustu leiktíð og var með 19 stig að […]

Körfuboltabúðir Hamars

Körfuknattleiksbúðir Hamars verða haldnar í Frystikistunnu í Hveragerði samhliða bæjarhátiðna Blómstrandi dagar. Búðirnar verða föstudag til sunnudags og er reynt að hafa tímasetningar þannig að allir geti upplifað sem mest af þessari skemmtilegu helgi. Tímasetningar eru þessar: Föstudagur Kl 16.00-18.00 krakkar fæddir 2006-2003 Kl 18.00-20.00 krakkar fæddir 2002-1999 Laugardagur Kl 10.30-13.00 krakkar fæddir 2006-2003 Kl […]

Þorsteinn Gunnlaugsson í Hamar

KKd. Hamars hefur borist góður liðstyrkur fyrir átökin í 1.deild karla á komandi tímabili. Þorsteinn Gunnlaugsson hefur sammið við Lárus Inga og félaga í Hamri en Þorsteinn hefur undangegnin tímabil verið einn af öflugustu mönnum Breiðabliks í 1.deildinni og spilar jafnan sem framherji. Þorsteinn var með 14.5 stig og 5,7 fráköst að meðaltali sl. vetur […]

5. flokkur Hamars/Ægis unnu N1 mótið.

5. flokkur Hamars/Ægis sigurvegarar á N1 móti KA   Sameiginlegt lið Hamars/Ægis í 5. flokki karla sendi tvö lið á stærsta knattspyrnumót landsins, N1 mót KA. Um fimmtán hundruð leikmenn tóku þátt í mótinu sem fram fór á Akureyri dagana 2. -5. júlí.    Mótið var mjög vel heppnað þrátt fyrir töluverða vætu. Bæði náðu […]

6. flokkur Hamars unnu Smábæjarleika Arion Banka

Smábæjarleikarnir á Blönduósi Helgina 21-22 júní fóru fram Smábæjarleikar Arion banka á Blönduósi. Það er knattspyrnumót fyrir yngri flokka frá minni bæjarfélögum og dreifðari byggðum. Mótið fór fram í ágætisveðri þetta árið og eins og í fyrra sendi Hamar fjögur lið til keppni, tvö lið í 6. Flokki og tvo lið í 7. Flokki. Heilt […]

Ari Gunnarsson tekinn við þjálfun Hamars

Á dögunum var gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara hjá karlaliði Hamars í körfuboltanum.  Ari Gunnarsson er tekinn við liðinu af Braga Bjarnasyni.  Ari þekkir vel til í Hveragerði sem er auðvita stór kostur en hann spilaði með liðinu fyrir nokkrum árum og þjálfaði einnig kvennalið félagsins. Bundnar eru miklar vonir við ráðningu Ara enda […]