Entries by

Góð ferð í Kópavog

Síðastliðinn laugardag fóru stúlkurnar okkar í Kópavoginn og spiluðu við Breiðablik, þetta var annar leikurinn með nýjan erlendann leikmann og smá spenna í hópnum fyrir leiknum þar sem Breiðablik hafði unnið fyrri leik þessara liða í Hveragerði.  Það er óhætt að segja að aðeins hafi verið farið að fara um stuðningsmenn Hamars eftir fyrsta leikhluta […]

Ólafur Hlynur tekur við Hamri.

Ólafur Hlynur Guðmarsson hefur verið ráðinn sem þjálfari meistarflokks  Hamars. Skrifað var undir samning í Hamarshöllinni í gær. Ólafur er með mikla reynslu að þjálfun. Hann þjálfaði kvennalið í Danmörku og náði þeim flotta árangri að gera sín lið að Bikarmeisturum tvö ár í röð þar í landi. Hann kom til Íslands árið 2012 og […]

Ísfirðingar koma í heimsókn í frystikistuna

Á morgun föstudag taka Hamarsmenn á móti Ísfirðingum í KFÍ og hefst leikurinn kl: 19:15. KFÍ hefur spilað sjö leiki í deildinni og unnið tvo á meðan Hamar hefur spilað sex leiki og unnið fimm. Heil umferð fer fram í 1. deildinni á morgun og eftir þá leiki hafa öll liðin spilað við hvert annað […]

Naumt tap fyrir Val.

Hálka á Heiðinni í kvöld en hiti í Frystikistunni og leikur Hamars og Vals bauð upp á góða spennu og králega framfarir að hálfu heimakvenna en Valur silgdi að endingu sigrinum heim 54-64 með öflugri vörn síðustu mínútur leiksins. Heimakonur með Sydnei Moss sem nýjan leikmann byrjuðu á að komast í 4-0 en Valskonur jöfnuðu […]

Fara strákarnir aftur á toppinn á morgun?

Á morgun sunnudag kl:16:00 munu strákarnir okkar etja kappi við lið Þórs frá Akureyri og fer leikurinn fram í Síðuskóla á Akureyri. Þórsarar hafa ekki ennþá unnið leik í deildinni en þeir eru nýkomnir með erlendan leikmann sem styrkir þá eðlilega. Okkar drengir hafa farið nokkuð vel af stað í deildinni og unnið fjóra leiki […]

Sydnei Moss til liðs við Hamar

Kvennalið Hamars hefur gengið frá ráðningu á nýjum erlendum leikmanni , Sydnei Moss sem verður væntanlega í leikmannahóp okkar kvenna fyrir næsta leik við Val miðvikudaginn 26.nóvember hér í Frystikistunni. Sydnei Moss er fjölhæfur Bandarískur leikmaður sem getur spilað sem skotbakvörður og framherji. Hún er 178 cm á hæð, kemur frá Ástralíu, úr sömu deild […]

Fimleikadeildin undirbýr jólasýningu

Fimleikadeildin undirbýr að kappi jólasýninguna. Iðkendur deildarinnar eru orðnir mjög spenntir og eftirvæntingin orðin mikil. Þemað í ár er FROZEN. Sýningin verður fimmtudaginn 4. desember n.k. svo endilega merkið í dagbókina ykkar! Hlökkum til að sjá ykkur öll, Þjálfarar og stjórn!

Grindavík hafði betur.

Grindavík í heimsókn í Hveragerði í kvöld og bæði lið aðeins í strögli í byrjun vetrar og heimastúlkur ennþá án útlendings en einhver pappírstregi í gangi og svei mér þá hefði verið hraðvirkara að senda þá með flöskuskeyti. Katrín Eik var enn utan liðs hjá Hamri í kvöld en verður væntanlega klár í næsta leik. […]

Heimaleikur hjá strákunum í kvöld

Þá er komið að öðrum heimaleik hjá strákunum í 1. deildinni á þessu tímabil en þeir hafa spila þrjá útileiki og unnið tvo þeirra en tapað einum. Eini heimaleikurinn sem búin er var spennu sigur á FSu. Skagamenn koma í heimsókn í frystikistuna í kvöld og þeir hafa farið vel af stað í deildinni með […]