Entries by

Áramóta- og jólapistill formanns

Nú þegar árið er senn á enda er ekki úr vegi að líta yfir sviðið. Í heildina hefur starf deilda Hamars gengið vel á árinu. Heildarfjöldi iðkenda heldur áfram að vaxa og er svo komið að aldrei í sögu félagsins hafa fleiri iðkendur stundað íþróttir hjá deildum Hamars. Aðstaðan hefur verið bætt jafnt og þétt, […]

Gleðilega hátíð

Körfuknattleiksdeild Hamars óskar öllum Hamarsmönnum nær og fjær sem og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar með þökk fyrir stuðninginn og samstarfið á árinu sem er að líða. Áfram Hamar!

Stórleikur á morgun fimmtudag

Á morgun fimmtudag verður sannkallaður stórleikur hjá strákunum þegar þeir heimsækja FSu í Iðu á Selfossi. Suðurlandsslagur af bestu gerð en þegar þessi tvö lið mætast er alltaf mikil dramatík og spenna. Liðin mættust í október í deildinni í frystikistunni og fóru þá strákarnir okkar með sigur 84-78 Hamar og FSu eru að berjast á […]

Jólamót Kjörís heppnaðist vel

Mikill fjöldi fólks var mætt í Hamarshöllina um helgina. Á Laugardaginn voru 7.flokkur karla og kvenna að keppa, á sunnudaginn var 6.flokkur karla. Um 800 keppendur frá 15 félögum mættu leiks um helgina. Mótið heppnaðist virkilega vel og var fólk hrifið af þeirri aðstöðu sem við Hvergerðingar höfum fyrir knattspyrnuiðkun. Þetta mót mun klárlega verða […]

Strákarnir fengu heimaleik

Í dag var dregið 8-liða úrslit Poweradebikarsins en drátturinn fór fram í  íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Okkar strákar hafa staðið sig vel í keppninni og voru í skálinni góðu og fengu heimaleik við Stjörnuna sem spilar í Dominos deildinni. Stjarnan hefur verið með betri liðum landsins undanfarin ár en með Stjörnunni leikur Marvin Valdimarsson sem þekkir […]

Góður sigur í bikarnum

Strákarnir spiluðu í gærkvöldi við ÍA á skipaskaga í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins. Eftir tap í deildinni í síðustu viku mættu Hamarsmenn ákveðnir til leiks og leiddu 14-18 eftir fyrsta leikhluta. Bæði lið spiluðu sterkan varnarleik sem sást á lokatölunum en skemmst er frá  því að segja að strákarnir okkar fóru með sigur af hólmi 72-80 […]

Stelpurnar úr leik í bikar.

Grindavík í heimsókn í Hveragerði á laugadaginn og allir kátir. Lárus Ingi formaður Hamars meira að segja með nammipoka í hálfleik enda nammidagur. Stelpurnar frá Grindavík voru ekki í neinni skemmtiferð, heldur komnar til að vinna og náðu strax að setja Hamar út af laginu með góðri pressu. Þetta skilaði nokkrum töpuðum boltum að hálfu […]

Ekki boðleg frammistaða

Hamarsstrákarnir töpuðu sínum fyrsta heimaleik í gærkvöldi þegar Valsmenn fóru með sigur af hólmi. Valsliðið var mun betri aðilinn í leiknum og vildu þennan sigur miklu meira en okkar drengir. Leikur Hamarsliðsins var ekki nægilega góður í heild sinni og varnarleikurnn var ekki boðlegur leikmönnum í meistaraflokki og hvað þá hjá liði sem ætlar sér […]

Halda strákarnir sigurgöngunni áfram?

Á morgun fimmtudag kl: 20:15 koma Valsmenn í heimsókn í frystikistuna að spila við okkar drengi. Liðin mættustu í fyrsta leik tímabilsins í haust þar sem Hamar vann nokkuð sannfærandi . Valsmenn hafa spilað sjö leiki í deildinni og unnið fjóra á meðan Hamar hefur sigrað sex í sjö leikjum. Strákarnir hafa verið á góðu […]

,

Aðalfundur Fimleikadeildar Hamars

Aðalfundur fimleikadeildarinnar verður haldinn þriðjudaginn 9. desember kl. 18 í fundarherbergi Hamars (gengið inn hjá Crossfit Hengli og strax til hægri). Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Breytingar verða á stjórn svo þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu eru hvattir til að mæta og aðrir sem aðeins vilja kynna sér starfið eða […]