Entries by

Góður sigur hjá strákunum

Hamarsstrákarnir spiluðu sinn fyrsta heimaleik í 1. deildinni á þessu tímabili í gærkvöldi þegar gulklæddir Skagamenn kíktu í heimsókn í frystikistuna. Leikir þessara liða hafa oft verið skemmtilegir og mikil barátta en leikurinn í gær olli þó nokkrum vonbrigðum. Töluvert var um mistök hjá báðum liðum í fyrsta leikhluta og Skagamenn ofast undan að skora. […]

Daníel valinn bestur

Lokahóf knattspyrnudeildar Hamars var haldið Hoflandsetrinu á dögunum. Leikmenn og aðstandendur liðsins komu saman og snæddu góðann kvöldverð og fóru yfir tímabilið. Á lokahófinu voru leikmenn heiðraðir fyrir frammistöðu sína. Daníel Rögnvaldsson var kosinn besti leikmaður tímabilsins og var hann einnig markahæsti leikmaður tímabilsins en hann skoraði 16 mörk í 11 leikjum. Friðrik Örn Emilsson […]

Stelpunum spáð neðsta sæti

Domino´s deild kvenna hefst á morgun og byrja stelpurnar okkar á heimaleik við ríkjandi Íslandsmeistara í Snæfelli. Á árlegum kynningarfundi fyrir Domino´s -deildirnar sem haldinn var í Laugardalshöllinni í dag var birt spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna líkt og venjan er við upphaf hvers tímabils. Ekki er Hamarsstelpum spáðu góðu gengi, en þeim er […]

Fyrrum leikmaður Hamars kominn í NBA

Devin Antonio Sweetney sem spilaði með okkur Hamarsmönnum eftir áramót tímabilið 2010-2011 er nú kominn á samning hjá NBA liðinu Denver Nuggets. Sweetney var upphaflega boðið í æfingabúðir hjá Denver fékk síðan í framhaldinu samning hjá félaginu. Sweetney spilaði með okkur síðustu sjö leikina á tímabilinu og skoraði tæp 28 stig að meðaltali, tók rúm […]

Árni hættir með kvennalið Hamars

Hrunamaðurinn Árni Þór Hilmarsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna af persónulegum ástæðum. Árni tók við liðinu í vor af Hallgrími Brynjólfssyni. Stjórn körfuknattleiksdeildar þakkar Árna fyrir vel unnin störf þann stutta tíma sem hann var hjá félaginu og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Við liðinu tekur Daði Steinn Arnarsson sem er öllum […]

Bingó næstkomandi miðvikudag

Bingó körfuknattleiksdeildar Hamars verður haldið næstkomandi miðvikudag 16 september kl: 20:00. Fjörið fer fram í Heilstofnun Hveragerðis NLFÍ. Margir glæsilegir vinningar verða í boði og þ.á.m utanlandsferð svo það verður enginn svikinn á að mæta í Bingó. Hvetjum alla til að mæta tímalega 🙂 Áfram Hamar!

Æfingatímar fimleikadeildar Hamars

Frítt er að æfa til 13. Sept. Þeir sem verða búnir að skrá fyrir 20. Sept fá fimleikabol/stuttbuxur þegar búið er að ganga frá greiðslu. Eftir þessa viku sjaum við hversu margir koma til með að æfa í vetur og þá getum við þurft að gera einhverjar breytingar með tilliti til fjölda iðkenda og þjálfara. […]

Framtíðin er björt í Hveragerði

Kæru stuðningsmenn og aðrir Hvergerðingar Nú er frábæru knattspyrnusumri lokið hjá meistaraflokki karla í Hamri.  Er gaman að rifja upp þegar ég settist niður með stjórninni í nóvember og við ræddum um hvað við vildum fá út úr sumrinu eftir erfitt ár í fyrra. Við vorum allir sammála um að nú þyrfti að byrja á […]

Stundatöflur Íþróttamannvirkja fyrir haust 2015

Hér er að finna stundatöflur íþróttamannvirkja Hveragerðisbæjar fyrir haustönn 2015 sem taka gildi 1. september 2015. http://www.hamarsport.is/hamar/stundatoflur-ithrottamannvirkja/ Landferðir sjá um akstur á milli Skólamarkar og Hamarshallar fyrir yngstu krakkana eftir skipulagi. Stundatafla íþróttahús við Skólamörk(Smellið á mynd til að stækka) Stundatafla Hamarshöll(Smellið á mynd til að stækka) Stundatafla gervigrasvöllur í Hamarshöll(Smellið á mynd til að stækka) Birt […]