Góður sigur hjá strákunum
Hamarsstrákarnir spiluðu sinn fyrsta heimaleik í 1. deildinni á þessu tímabili í gærkvöldi þegar gulklæddir Skagamenn kíktu í heimsókn í frystikistuna. Leikir þessara liða hafa oft verið skemmtilegir og mikil barátta en leikurinn í gær olli þó nokkrum vonbrigðum. Töluvert var um mistök hjá báðum liðum í fyrsta leikhluta og Skagamenn ofast undan að skora. […]