Entries by

Allar æfingar falla niður í dag, 7. des, vegna veðurs!

Tilkynning frá Íþróttafélaginu Hamri Vegna slæmrar veðurspár og tilkynninga frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur Íþróttafélagið Hamar tekið ákvörðun um að fella niður æfingar hjá öllum deildum Íþróttafélagsins Hamars í dag, mánudaginn 7. desember.   Íþróttafélagið Hamar hvetur alla til að fylgja eftir tilkynningu Al­manna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra þar sem ekki sé ráðlegt að vera á ferðinni eft­ir klukk­an […]

Hamarsmaður valinn í landsliðsúrtak.

Benedikt Guðmundsson þjálfari 16. Ára landsliðs körfuknattleikssambands íslands hefur valið 24 manna landsliðsúrtak. Þau ánægjulegu tíðindi komu þar að einn af okkar efnilegri strákum var valin til æfinga og auðvitað vonum við að honum gangi sem best þar og komist alla leið í gegnum niðurskurðinn. Sannarlega glæsilegt hjá þessum unga og bráðefnilega strák, ekki nokkur […]

8. flokkur karla og kvenna að keppa um helgina

Nú um helgina, 28.-29. Nóvember munu strákarnir og stelpurnar í áttunda flokki spila aðra umferð á íslandsmótinu. Stelpurnar spila í Keflavík í A riðli, fimm bestu lið á landinu, á meðan strákarnir spila í B riðli, sæti 6-10 yfir landið, sem verður spilað í Hveragerði. Bæði lið eru að spila tvo leiki hvorn dag og […]

Jólamót Kjörís

Nú er undirbúningur í fullum gangi fyrir Jólamót Kjörís í fótbolta. Mótin verða haldin í Hamarshöllinn helgarnar 28. og 29 nóvember og 5. og  6. desember. Mótin eru fyrir 7. – 5. flokk karla og kvenna. Mótin hafa verið haldin tvö síðustu ár og er óhætt að segja það að þau hafa slegið í gegn. […]

Salbjörg leikmaður umferðarinnar.

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var valinn leikmaður 8.umferðar Dominosdeildar kvenna af Morgunblaðinu.  Morgunblaðið hefur þennan hátt á bæði í kvenna og karladeildinni og fékk Salbjörg (Dalla) þessa viðurkenningu í kjölfar sigurs okkar kvenna 70-69 gegn Keflavík. Í umræddum leik tók Dalla 5 fráköst, setti 15 stig, stal þrem boltum, varði 3 skot og var með samtals […]

Kjörísmót körfuknattleiksdeildar Hamars 2015

  Laugardaginn 14. Nóvember fór fram Kjörísmótið í körfuknattleik, mótið var haldið fyrir krakka úr 1.- 4. Bekk og komu keppendur frá 8 félögum. Mótið var spilað í loftbornu íþróttahúsi Hamars þar sem komast hæglega fjórir vellir þannig að keppendur þurftu aldrei að bíða lengi á milli leikja. Fyrir hádegi spiluðu krakkar úr fyrsta og […]

Glæsilegur árangur Hamarsmanna á Meistaramóti BH 2015

Hjónin og tvenndarleiksparið, Hrund Guðmundsdóttir & Þórhallur Einisson, náðu frábærum árangri á Meistaramóti BH sem fram fór helgina 13.-15. nóvember sl. Þau keppa í A-flokki og sópuðu til sín verðlaunum að þessu sinni. Þau unnið gullið í tvenndarleik í hörkuspennandi úrslitaviðureign 21-18 ; 18-21 og 21-18. Þá nældi Þórhallur sér í gullið í tvíliðaleik karla ásamt félaga sínum Agli […]

Bikarleikur við ÍA á morgun föstudag

32-liða úrslit Poweradebikarsins hjá körlunum fara fram um helgina. Strákarnir okkar eiga heimaleik við ÍA á morgun föstudag kl: 19:15. Lið ÍA spilar í 1.deild eins og við en liðin mættust fyrir viku síðan í deildinni og þá unnu Hamarsmenn nokkuð örugglega. Gaman að segja frá því að þetta er í þriðja sinn á síðustu […]

Tap hjá stelpunum þrátt fyrir fínan leik

Hamarsstelpur heimsóttu Valsstelpur á Hlíðarenda í dag en þetta var leikur í fjórðu umferð í Domino’s-deild kvenna. Jafnræði var með liðunum allan fyrsta leikhluta en Hamarsstelpur komust átta stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af honum, 18-26, en Valsstelpur gáfu þá í og leiddu 27-26 af fyrsta leikhluta loknum. Hlíðarendaliðið var með góð tök […]