Entries by

Ný stjórn Badmintondeildar Hamars

Aðalfundi Badmintondeildar Hamars lauk í kvöld og hefur ný stjórn tekið við. Eftirtalin voru kosin í stjórn: Þórhallur Einisson formaður, Halldóra G. Steindórsdóttir gjaldkeri og meðstjórnendur voru kosin Helga Björt Guðmundsdóttir, Hákon Fannar Briem og Þórður K. Karlsson.  Ólafur Dór Steindórsson og Bjarndís Helga Blöndal gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og er […]

Samningur gerður við Íþróttafélagið Hamar

Samningur var undirritaður nýverið á milli Íþróttafélagsins Hamars og Hveragerðisbæjar.  Samningurinn gildir út árið 2018 en í honum er fjallað um gagnkvæmar skyldur aðila á tímabilinu.  Samningnum er ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda í Hveragerðisbæ og íþróttafélagsins og tryggja öflugt íþrótta-, forvarna- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni í Hveragerði. Með samningnum fær íþróttafélagið 22,6 m. […]

Sam Malsom í Hamar

Sam Malsom skrifaði á dögunum undir samning við Hamar um að spila með liðinu í 4.deild í sumar. Sam er fljótur og teknískur sóknarmaður. Sam Malsom sem er 29 ára ólst upp hjá Plymouth í Englandi. Eftir dvölina þar hefur hann komið víða við á sínum knattspyrnuferli. Hann hefur spilað sem atvinnumaður í Færeyjum, Svíþjóð, […]

Aðalfundur Badmintondeildar Hamars 2017

Aðalfundur Badmintondeildar Hamars verður haldinn þriðjudaginn 14. febrúar nk. kl. 20:00 í fundarherbergi aðalstjórnar fyrir ofan crossfitstöðina Hengil. Við hvetjum alla sem vilja kynna sér badmintonstarfið að mæta og taka þátt í uppgjöri síðasta árs.

Hrannar og Tómas Aron semja við Hamar.

Tveir lykilmenn frá síðasta tímabil sömdu á dögunum um að spila áfram með Hamri næsta tímabil. Tómas Aron Tómasson og Hrannar Einarson voru mikilvægir hlekkir í liðinu á síðasta tímabili þegar liðið var hársbreidd frá því að komast upp í 3. deild. Tómas Aron kom frá Val fyrir tvem árum og er því að byrja […]

Hamar býður flóttafjölskyldu frá Sýrlandi velkomna

Íþróttafélagið Hamar býður flóttafjölskyldu frá Sýrlandi velkomna til Hveragerðis, um leið hefur aðalstjórn Hamars ákveðið að bjóða ungmennum innan fjölskyldunnar að æfa íþróttir hjá Hamri á árinu 2017. Það er von aðalstjórnar að þetta hjálpi ungmennum innan fjölskyldunnar að aðlagast nýjum aðstæðum hér í Hveragerði.

Hveragerðisbær heiðrar íþróttafólk sitt

Íþróttamenn Hveragerðis 2016 Að þessu sinni voru 15 íþróttamenn heiðraðir en þeir hafa sýnt mikinn metnað til að ná langt í sinni íþróttagrein og eru svo sannarlega góð fyrirmynd fyrir bæinn og yngri íþróttamenn. Eftirfarandi íþróttamenn voru í kjöri: Ágúst Örlaugur Magnússon knattspyrnumaður Björn Ásgeir Ásgeirsson körfuknattleiksmaður Dagný Lísa Davíðsdóttir körfuknattleikskona Fannar Ingi Steingrímsson golfari […]

,

Hekla Björt íþróttamaður Hveragerðis

Hin unga og efnilega fimleikakona, Hekla Björt Birkisdóttir, var kjörin íþróttamaður ársins í hófi menningar, íþrótta og frístundanefnar Hveragerðisbæjar. Hekla Björt var Íslands- og deildarmeistari í fullorðinsflokki í hópfimleikum, með blönduðu liði Selfoss. Hún var valin í landslið U18 ára blandað lið Íslands í hópfimleikum sem tók þátt í mjög sterku Evrópumóti í Slóveníu og […]

,

Hafsteinn Valdimarsson blakmaður íslands 2016

Hafsteinn Valdimarsson, blakmaður ársins 2016 Hafsteinn er 27 ára leikmaður með Waldviertel Raffaissen í Austurríki en á síðasta keppnistímabili lék hann með Marienlyst í Odense í Danmörku. Waldviertel Raffaissen er í toppbaráttunni í austurrísku deildinni auk þess að vera í Evrópukeppni. Þessi vistaskipti eru því klárlega skref upp á við fyrir Hafstein. Afrek Hafsteins 2016 […]