Entries by

,

Hamarsmenn með fullt hús en tóma stúku

Í haustbyrjun unnu Hamarsmenn báða sína leiki 3-0 en Fylkir hafði fyrir leikinn einungis spilað einn leik sem tapaðist 3-1. Hamarsmenn mættu vel stemmdir til leiks og sáust merkilega góð tilþrif miðað við takmarkaða möguleika til æfinga undanfarnar vikur. Heimamenn unnu fyrstu hrinuna auðveldlega 25-13 en í annarri hrinu virtist sem Hamarsliðið tapaði einbeitingu og […]

Íslands-, deildar- og bikarmeistararnir í heimsókn

8-liða úrslit Kjörísbikarsins fara fram um næstu helgi og á sunnudaginn kl. 16:00 fær karlalið Hamars þrefalda meistara KA í heimsókn.Skemmtilegur vinkill á leikinn er að fyrrum leikmaður Hamars, Sigþór Helgason, er einn af lykilleikmönnum KA-liðsins og verður gaman að fá hann aftur í heimsók í Skólamörkina. Við hvetjum alla áhugamenn um íþróttir til að […]

Ný stjórn blakdeildar

Á aðalfundi blakdeildar Hamars í gær fór fram stjórnarkjör en formaðurinn Kristín H. Hálfdánardóttir gaf ekki áfram kost á sér sem stjórnarmaður. Karen Ragnarsdóttir gaf ekki heldur kost á sér í stjórn og þurfti því að manna tvö stjórnarsæti fyrir komandi vetur.Barbara Meyer er nýr formaður deildarinnar og í stað Karenar kemur Greta Sverrisdóttir en […]

Blakmaður Hamars 2018

Blakmaður Hamars árið 2018 er Baldvin Þór Svavarsson Baldvin er með eindæmum jákvæður og hvetjandi leikmaður og leggur sig alltaf fram fyrir liðið. Hann mætir alltaf á æfingu ef hann mögulega getur og hann hefur tekið gríðarlegum framförum í blaki frá því hann byrjaði að æfa með liðinu. Jákvætt og hvetjandi hugarfar Baldvins er ekki […]

Tap gegn toppliði Vestra

Karlalið Hamars tók í gær á móti toppliði Vestra frá Ísafirði í 1. deild karla í blaki.Vegna anna liðsmanna utan blakvallarins, fengu leikmenn með minni leikreynslu tækifæri til að sýna sig og áttu liðið ansi góða spretti á köflum þrátt fyrir miklar breytingar á liðinu.Það dugði þó ekki til og vel æft og mannað lið […]

Aðalfundur blakdeildar 2019

Aðalfundur blakdeildar Hamars fyrir árið 2018, verður haldinn mánudaginn 18. febrúar n.k. kl. 21:00. Fundarstaður er á 2. hæð í Íþróttahúsinu við Skólamörk (framan við áhorfendapalla). Efni fundar: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Ársreikningur og fjármál 4. Kosning stjórnar 5. Önnur mál 6. Viðurkenningar Allir velkomnir, Stjórn blakdeildar Hamars

Strákarnir niður um eitt sæti

Karlalið Hamars spilaði 2 leiki í 2.deild Íslandsmótsins í blaki um helgina sem leið.Leikirnir voru gegn Völsungi á Húsavík annarsvegar og Blakfélagi Fjallabyggðar (BF) hinsvegar.Fyrir leik helgarinnar voru Hamarsmenn í 2. sæti á undan Fjallabyggð en Völsungar vermdu botnsæti deildarinnar.Leikjafyrirkomulagið hjálpaði Hamri lítið, en eftir langan akstur norður á Húsavík voru strákarnir lengi í gang […]