Á dögunum var gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara hjá karlaliði Hamars í körfuboltanum.  Ari Gunnarsson er tekinn við liðinu af Braga Bjarnasyni.  Ari þekkir vel til í Hveragerði sem er auðvita stór kostur en hann spilaði með liðinu fyrir nokkrum árum og þjálfaði einnig kvennalið félagsins. Bundnar eru miklar vonir við ráðningu Ara enda reyndur og fær þjálfari og vonandi nær hann að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra bestu.  Ari var á síðasta tímabili aðstoðarþjálfari hjá Val sem féll úr Dominos deildinni.

Á sama tíma og Ari skrifað undir var gerður áframhaldandi samningur við Halldór Gunnar Jónsson fyrirliða liðsins en Halldór hefur spilað síðustu þrjú keppnistímabil með Hamri og ánægjulegt að liðið mun njóta starfskrafta hans áfram.  Halldór spilaði alla 18 deildarleik liðsins á síðasta tímabili og var með tæp 15 stig að meðtaltali.

Gaman að segja frá því að samningarnir voru undirritaðir í frystigeymslu Kjörís í Hveragerði og hafi Lárus formaður orð á því að um væri að ræða köldustu samninga Íslandssögunnar.

ÁFRAM Hamar