Gengið hefur verið frá samningum við bakvörðinn Anthony Lee fyrir komandi tímabil.
Anthony kemur til liðsins eftir farsælan feril með Kutztown háskólanum í Ameríska háskólaboltanum. Anthony er mikill skorari og er næst stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi, en hann var með 27 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik á lokaári sínu hjá skólanum.
Mikil ánægja er með samninginn og væntumst við mikils af Anthony sem kemur til landsins í lok sumars.