Meistaraflokkur karla spilaði æfingaleik s.l Laugardag. Spilað var gegn Létti og fór leikurinn fram í Fífunni í Kópavogi. Léttir verða með Hamri í riðli í 4.deildinni í sumar. Þrír nýjir leikmenn voru til reynslu hjá Hamri í leiknum. Það voru tveir ungir og sprækir strákar uppaldir í Breiðablik og einn reyndur spánverji. Hamarsmenn byrjuðu leikinn af krafti og voru betri aðilinn í byrjun leiks. Hamarsmenn spiluðu boltanum vel á milli sín og áttu fullt af fínum marktækifærum í fyrri hálfleik. Undir lok fyrri hálfleiks náðu Hamar forystunni, Spánverjinn Jorge sendi boltann fyrir markið sem endaði í markinu eftir viðkomu einn varnarmanna Léttis. Staðan var 1-0 í hálfleik og voru Hamarsmenn mun sterkarri aðilinn í leiknum. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og fljótlega náðu Hamarsmenn að bæta við marki. Þar var að verki leikmaður sem er á reynslu, Arnar Þór Hafsteinsson eftir góða fyrigjöf frá Didda. Hamarsmenn héldu áfram að spila boltanum vel á milli sín og og voru mun betri aðillinn í leiknum. Logi Geir skoraði svo gott mark eftir frábæra stungusendingu frá Didda. Léttir náðu svo að minnka munin með skallamarki. En Hamarsmenn voru ekki hættir því Arnar Þór skoraði sitt annað mark með skoti fyrir utan teig eftir enn eina stoðsendinguna frá Didda. Staðan var orðin 4-1 og voru Hamarsmenn að spila skemmtilegan fótbolta. Léttir náðu að klóra í bakkann í lokinn úr vítaspyrnu sem Hlynur Kárason var nálægt því að verja. Lokastaðan var 4-2 fyrir Hamar og var þetta annar sigur Hamarsmanna í röð.
Næsti leikur Hamars verður Þriðjudaginn 24. Febrúar á móti Skallagrím á ÍR velli kl 20:30.