Accademia Acrobatica – Æfingaferð til Ítalíu
Fimleikadeild Hamars fór með elsta hóp deildarinna í æfingaferð til Ítalíu síðastliðinn 17.-27. Ágúst, 2013. Hópurinn, sem kallaður er T1, fóru 11 talsins, 10 stúlkur og 1 strákur. Þau fóru ásamt þjálfurunum þeim Anítu Tryggvadóttur og Maríu Hassing, og tveimur “fimleikamömmum” (eins og þær voru gjarnan kallaðar). Eitt af mikilvægum markmiðum ferðarinnar var að bæta styrk, úthald, liðleika, tækni og getu hópsins með því að æfa stíft við frábærar aðstæður, sem og að iðkendurnir sjálfir settu sér hærri markmið… En frekar en það, töldum við þjálfarar, sem og fimleikamömmurnar, að það væri annað mun mikilvægara sem hægt væri að læra af ferð sem þessari. Helsta markmið ferðarinnar var því, að okkar mati, að einstaklingar myndu þroskast og verða sjálfstæðari um leið og að læra þau lífsgildi sem felast í því að vinna saman sem einn hópur, ein heild með því vera til staðar fyrir hvort annað á æfingum, sem utan.
Fimleikaæfingarnar voru úthlutaðar á hvern hóp, 2x á dag í 2 og ½ tíma í senn hver æfing. Fimleikahótelið var með 4 fimleikasvæði þar sem boðið var uppá frábæra aðstöðu fyrir fimleikaþjálfun og var hópunum róterað milli þessara fjögurra staða. Skemmtilegt er að segja frá því að á meðan dvölinni stóð, þá voru tvö önnur lið frá Íslandi sem einnig voru í æfingaferð, þau Selfoss og Stjarnan. Einnig voru Þór Þorlákshöfn nýfarin heim. Það má því með segja að Accademia Acrobata er vinsæll sumaræfingastaður fyrir íslenskt fimleikafólk og varla kemur það þeim sem þangað hafa ferðast á óvart, því staðurinn býður uppá einstaka reynslu sem ekki er auðvelt að finna hvar sem er.
Hópirinn T1 var til hreinnar fyrirmyndar á ferðalaginu. Þau stóður sig eins og hetjur á æfingum og sáust framfarir sem voru ótrúlegar á svo stuttum tíma. Þó svo að oft voru margir þreyttir, uppgefnir og kannski stundum með smá heimþrá, þá tókst öllum að halda góðri stemningu og léttum móral. Einnig var ekki hjá því komist að hópurinn var öðru fimleikafólki til fyrirmyndar með kurteysi og góðri framkomu á svæðinu.
Sem þjálfari vil ég þakka hópnum T1 fyrir að bera nafn okkar félags, Hamar, með sóma og einnig fyrir það að greiða veginn fyrir félagið að vera í samstarfi við Accademia Acrobatica. Ég vil þakka fimleikamömmunum, Helgu Hassing og Auðbjörgu Jónsdóttir, fyrir að vera frábær andlegur stuðningur í ferðinni, sem og fyrir það að hafa átt stórann þátt í því að allir innan hópsins nutu sín. Við, Aníta Þorgerður og ég, erum mjög ánægðar með niðurstöður ferðarinnar og mælum eindregið með því að svona ferðalög verði stundum áfram innan fimleikadeildarinnar. Að lokum, nokkrar myndir frá ferðinni.
Cya, María Hassing
Nokkrar myndir úr ferðinni..