Kl 03:00, aðfaranótt sunnudagsins 6. ágúst lagði glæsilegur hópur efnilegra ungmenna úr körfuknattleiksdeild Íþróttafélagsins Hamars af stað í þjálfunarbúðir til Bretlands. Hópurinn samanstendur af unglingum af báðum kynjum, fjölmörkum foreldrum ásamt þjálfara sínum, Daða Steini Arnarssyni. Hópurinn flýgur til London þar sem rúta ekur hópnum alla leið til þorpsins Malvern sem er í Worcester-héraði (Worcestershire) í þeim hluta Bretlands sem kallast West-Midlands. Þorpið Malvern er suð-vestan við Birmingham:
Hópurinn mun dvelja í eina viku í NBC Camps körfuboltabúðunum sem haldnar eru í heimavistarskólanum St. James Girls’ School í Malvern:
Hægt er að fá allar upplýsingar um NBC Camps körfuboltabúðirnar í St. James skólanum í Malvern á þessari vefslóð: www.nbccamps.com/international/camps/basketball-camp-malvern-st.-james-college
― ― ―
Þegar þjálfunarbúðunum lýkur er ætlunin að dvelja 1-2 nætur í skemmtigörðunum í Alton Towers. Hópurinn er svo væntanlegur til baka mánudaginn 14. ágúst.