Aðalfundur knattspyrnudeildar Hamars var haldinn miðvikudaginn 13. febrúar kl. 19:30 í aðstöðuhúsi félagsins við Grýluvöll. Farið var yfir starfsár félagsins 2012, reikningar lagði fram og ný stjórn kjörin.
Ágætis mæting var á fundinn og var boðið upp á gómsætt bakkelsi frá Almari bakara, rjúkandi heitt og gott kaffi frá Brasilíu og gosdrykk frá Ameríku.
Erla Pálmadóttir stýrði fundinum af stakri fagmennsku. Elínborg gjaldkeri yngri flokka og Eyfi formaður fóru yfir skýrslu stjórnar og reikninga flokkanna ásamt því að sitja fyrir svörum.
Ný stjórn var svo kjörin og er hún mönnuð hvorki fleiri né færri en ellefu mönnum og konum sem hlýtur að vera met. Það sem skipti þó meira máli er að til stjórnar hafa valist einstaklega gott og duglegt fólk sem án efa mun leggja sig fram um að auka veg og virðingu knattspyrnudeildarinnar. Fráfarandi stjórnarmönnum var þakkað gott og óeigingjarnt starf á liðnu ári og árum.
Ný stjórn knattspyrnudeildar Hamars er eftirfarandi:
Ævar Sigurðsson – Formaður
Yngri flokkar:
Elínborg María Ólafsdóttir – Gjaldkeri
Þorkell Pétursson/Guðrún Eiríka Snorradóttir
Matthías Þórisson
Arnar Stefánsson
Þorsteinn T. Ragnarsson
Meistaraflokkur og 2. flokkur:
Eyjólfur Harðarson – Formaður
Margrét Jóna Bjarnadóttir – Gjaldkeri
Michael Hassing
Steinar Logi Hilmarsson
Erla M. Pálmadóttir
Munu stjórnirnar koma saman fljótlega til að skipta frekar með sér verkum.