Hamar sendi Hrund Guðmundsdóttur og Úlf Þórhallsson á Meistaramót UMFA sem var haldið í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ helgina 23.-24. september sl.
Spilað var í riðlum og sigraði Hrund tvíliðaleik kvenna í 1.deild með Sigrúnu Marteinsdóttur úr TBR. Úlfur náði ekki upp úr erfiðum riðli í 2. deild en tók heilmikið til baka í reynslubankann. Þökkum UMFA fyrir flott mót og sendum vonandi fleiri til þeirra á næsta ári.
Öll úrslit eru hér.