Hamar og Þróttur Fjarðabyggð áttust við í seinni leik liðanna um helgina í úrvalsdeild karla í blaki.
Eftir hörku leik í gær, þar sem Hamar þurfti fimm hrinur til að knýja fram sigur, mættu Hamarsmenn vel stemmdir í dag og ætluðu sér greinilega að gera betur en í gær. Leikgleðin skein í gegn hjá leikmönnum Hamars og stemmningin var þeirra megin á vellinum allan leikinn.
Hamarsmenn gerðu einmitt það og höfðu frumkvæðið allan leikinn sem lauk með öruggum 3-0 sigri Hamars, 25-18, 25-16 og 25-19.
Hamarsmenn eru efstir í deildinni með 47 stig og eiga eftir 4 leiki á tímabilinu og eru 5 stigum á undan HK sem eiga 3 leiki eftir.