Karlalið Hamars í blaki byrjar nýja árið eins og þeir luku því síðasta, á sigurbraut.
Hamar tók á móti botnliði deildarinnar, Þrótti Vogum, þann 12. janúar. Hamarsmenn mættu vel stemmdir til leiks þrátt fyrir að einn besti leikmaður liðsins, Wiktor Mielczarek hafi samið við KPS Siedlce í pólsku deildarkeppninni í desember. Liðið var fljótt að stilla sig af og vann öruggan 3-0 sigur.
Radoslaw Rybak, þjálfari Hamars, tók stöðu Wiktors í byrjunarliðinu en hann hafði fyrir áramót einbeitt sér að þjálfun liðsins. Radoslaw sýndi þó að hann hefur engu gleymt og var hann valinn maður leiksins með 13 stig og þar af 6 beint úr uppgjöf.
Hamarsmenn eru sem fyrr ósigraðir í vetur en eru þó í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir HK situr á toppnum. Hamarsmenn eiga þó enn 3 leiki til góða og eiga því góðan möguleika á að komast á toppinn.