Í dag kl. 13:45 verður ritað nýtt blað í sögu knattspyrnufélagsins Hamars í Hveragerði þegar fyrsti leikur sumarsins gegn Uppsveitum verður í beinu streymi á netinu. Hingað til hefur það tíðkast að knattspyrnufélög á Íslandi hafi verið að streyma sínum leikjum. Nú er komið að knattspyrnudeild Hamars.
Hamar ásamt Lagnaþjónustunni og Kjörís, dyggum styrktaraðilum félagsins – kynna knattspyrnuleik frá Grýluvelli í Hveragerði í dag fimmtudag, uppstigningardag. Fyrir þá sem ekki komast hvetjum við alla til að fylgjast með leiknum í lifandi streymi með því að nálgast leikinn í opinni útsendingu án endurgjalds. Hægt að nálgast leikinn hér
4. deild karla Hamar – ÍBU Grýluvöllur Fimmtudagur 13. Maí KL 14:00
Múrþjónusta Helga Þ, Set, Raftaug og Ölverk styrkja sömuleiðis við gerð útsendingarinnar.