Karlalið Hamars tók í gær á móti toppliði Vestra frá Ísafirði í 1. deild karla í blaki.
Vegna anna liðsmanna utan blakvallarins, fengu leikmenn með minni leikreynslu tækifæri til að sýna sig og áttu liðið ansi góða spretti á köflum þrátt fyrir miklar breytingar á liðinu.
Það dugði þó ekki til og vel æft og mannað lið Vetra vann leikinn örugglega 3-0 og tryggði þar með stöðu sína á toppi deildarinnar.
Næsta verkefni Hamars er hinsvegar ansi strembið en sunnudaginn 24. febrúar, kl. 16:00 mæta þeir Íslands- og bikarmeisturum KA frá Akureyri í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins. Við hvetjum ykkur öll til að mæta og styðja strákana og horfa á glæsilegt blak.