Það er mikið að gera hjá blakdeildinni um helgina en karlaliðið keppir í 1. deildinni klukkan 19:00 í kvöld gegn Aftureldingu B.
Karlaliðið er í toppbaráttu 1. deildarinnar og mikilvæg stig í boði gegn Aftureldingu.
Kvennaliðin spila svo sína hvora 5 leikina. Á Akureyri er keppnishelgi í 5. deild og þar er B-lið félagsins í botnbaráttu. í Kórnum í Kópavogi er keppt í 2. deild og þar er A-liðið um miðja deild.
Samtals spila lið Hamars því 11 blakleiki á Íslandsmóti um helgina.