Blaktímabilið hófst formlega um helgina þegar haustmót Blaksambands Íslands fór fram í Mosfellsbæ.
Keppt var í 5 deildum kvennamegin og 2 karlamegin.
Mótið er ekki hluti af Íslandsmótinu og því ekki öll lið landsins sem taka þátt en Hamar sendi bæði kvennalið félagsins til keppni. Á mótinu er liðum raðað í deildir eftir getu í samræmi við skráningu þeirra á Íslandsmótinu og kepptu liðin því í 2. og 5. deild.
Það er óhætt að segja að Hamar hafi byrjað veturinn vel því liðin unnu alla leiki sína á mótinu 2-0 og urðu því haustmótsmeistarar í 2. og 5. deild.
Á meðfylgjandi myndum er 2. deildar liðið og hluti 5. deildar liðsins.
Enn er pláss fyrir áhugasama blakara í deildinni, karla og konur. Upplýsingar um æfingatíma fást í gegnum netfangið hamarblakdeild@gmail.com.