Næst síðasta umferð 1.deildar karla fór fram í kvöld. Í Gravarvogi voru það Fjölnismenn sem tóku á móti Hamri. Hamarsmenn sem fyrr að leitast eftir því að tryggja sér fimmta sætið sem veitir þáttöku í úrslitakeppni um sæti í Dominosdeildinni, deild þeirra bestu.
Hamarsmenn virtust ekki vera búnir að jafna sig á tapinu í síðustu umferð gegn Blikum, en Fjölnir komst í 7-0, og síðar 18-8. Þá vöknuðu drengirnir og svöruðu með 15-4 áhlaupi staðan 22-23 Hamri í vil. Síðustu fjögur stig leikhlutans voru hins vegar heima megin staðan 26-23 eftir fyrsta leikhluta.
Í öðrum leikhluta var leikurinn í járnum og skiptust liðin á að setja niður körfur, hörku stemmning. Fjölnismenn í baráttu við Val um 2 sætið sem veitir heimavallar réttinn. Smári Hrafsson, fyrrum Fjölnismaður átti síðasta orðið í fyrri hálfleik er hann nelgdi niður þrist staðan 52-53 í hálfleik.
Í þriðja leikhluta hélt síðan skemmtunnin áfram. Hamarsmenn þó alltaf í forustu, eða allt þar til flautann gall þegar Collin Pryor setti niður körfu fyrir Fjölni og kom þeim yfir 76-75.
Fjórði og síðasti leikhlutinn eftir og bæði lið með allt undir. Chris Woods skoraði fyrstu stig leikhlutans en þá svöruðu Fjölnismenn með næstu níu 85-77. Þegar sex mínútur voru til leiksloka leiddu heimamenn með 87 stigum gegn 80. Næstu tvær mín spiluðust hinsvegar vel fyrir Hamar og skyndilega var staðnan 90-87. En þá voru Hamarsmenn búnir á því. Fjölnismenn gerðu 13 stig gegn 2 og gerðu út um leikinn. Lokatölur voru 104-91. Þrátt fyrir tapið tryggðu Hamarsmenn 5 sætið þar sem Ármann lagði Vestra með sínum fyrsta sigur leik í vetur, annsi óvænt. Hamarsmenn geta því farið pressulausir og slípað sig saman fyrir úrslitakeppnina næst komandi Föstudag, þegar nágrannarnir úr FSu mæta.
Stigaskor Hamars í kvöld: Chris Woods 31 stig,14 fráköst, Erlendur Stefánsson:25 stig, Smári Hrafnsson: 9 stig, Örn Sigurðarson 8 stig, 7 fráköst, Rúnar Erlingsson 7 stig, 4 fráköst, Hilmar Pétursson 7 stig, 4 fráköst, Oddur Ólafsson 4 stig, 7 stoðsendingar
Mynd/Sunnlenska