Blakdeild Hamars hélt í gær sitt árlega blakmót, Kjörísmótið, en mótið er stærsta blakmótið sem haldið er á suðurlandinu á ári hverju.
Í ár tóku 37 lið þátt í 7 deildum. Tveimur karladeildum og fimm kvennadeildum. Efsta deild kvenna og báðar karladeildirnar fóru fram í Hveragerði en 2. – 5. deild kvenna kepptu í Iðu á Selfossi.
Í kvennaflokki var það A lið Álftanes sem stóð uppi sem Kjörísmeistari og í karlaflokki voru það heimamennirnir, Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir ásamt félögum í liðinu BK tvillinger sem voru hlutskarpastir.
Gríðarlega góð stemmning var á mótinu og sólin gladdi keppendur á milli leikja meðan þeir gæddu sér á ís og öðru góðgæti:)
Blakdeildin vill þakka öllum sem að mótinu stóðu, keppendum, iðkendum og öðrum aðstoðarmönnum fyrir sitt framlag, þetta var frábært!