Salbjörg Ragnarsdóttir hefur verið kölluð inní Íslenska kvennalandsliðið af Ívari Ásgrímssyni þjálfara liðsins fyrir leik kvöldsins gegn Ungverjalandi. Leikurinn er hluti af forkeppni EuroBasket2017 en Íslenska liðið verður að vinna restina af sínum leikjum til að eiga von á að komast inná Eurobasket. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Rúv2 og inná RÚV.IS
Við óskum Salbjörgu til hamingju með góðan árangur og gangi henni vel.