Hamarstúlkur léku gegn nýliðum Stjörnunar í dominosdeildinni í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Hamarsstúlkna undir stjórn Odds sem tók við liðinu af Daða Stein í síðasta mánuði. Stelpurnar sýndu frábæra takta framan af leiknum og héldu áfram að byggja upp frá síðasta leik gegn Val. Stjörnustúlkur leiddu þó eftir fyrsta fjórðunginn 20-24 en Chelsie Schweers fyrrum leikmaður Hamars reyndist stúlkunum erfið og sett hvert skotið á fætur öðru, eins og Hvergerðingar fengu að kynnast er hún lék hér. Hamarstúlkur voru þó ekkert komnar til þess að njóta þess að horfa á hana spila körfuknattleik heldur sýna sjálfar að þær geti margt til listanna lagt. Unnu þær annan leikhlutann 19-13 og leiddu í hálfleik 39-37. Í þriðja leikhluta var áfram mikið fjör og skiptust liðin á að leiða leikinn. Ekki geta þó bæði liðin verið yfir í einu og því var bara sætt sig við að hafa jafna stöðu fyrir lokaleikhlutann. 57-57. Síðasti leikhlutinn reyndist þó banabiti Hamars. Stjörnukonur unnu leikhlutann með 17 stiga mun og því sannfærandi sigur 64-81. Þessi leikur fer þó klárlega í reynslubankann hjá ungu Hamarsliði sem á svo sannarlega framtíðinna fyrir sér. Stigahæðst var McGuire með 20 stig, 3 stoð og 3 fráköst en Nína Jenný skilaði 14 stigum og 7 fráköstum, Íris og Heiða komu svo með 7 stig hvor, og Íris 7 fráköst en Heiða 6. Jenný var með 8 stig af bekknum. Hjá Stjörunni var hin sjóðandi Chelsie Schweers með 41 stig 7 af 12 í þristum og Margrét Kara með 16 stig og heil 25 fráköst, geri aðrir betur, Trölla tvenna þar á ferð. Bryndís Hanna var svo næst með 11 stig

 

Í.Ö.G.