Hamarsstelpur heimsóttu Valsstelpur á Hlíðarenda í dag en þetta var leikur í fjórðu umferð í Domino’s-deild kvenna. Jafnræði var með liðunum allan fyrsta leikhluta en Hamarsstelpur komust átta stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af honum, 18-26, en Valsstelpur gáfu þá í og leiddu 27-26 af fyrsta leikhluta loknum.
Hlíðarendaliðið var með góð tök á leiknum í öðrum leikhluta og komust mest 12 stigum yfir, 42-28, en Hamarsstelpur neituðu að gefast upp og staðan í hálfleik 50-45 fyrir Val.
Í byrjun seinni hálfleiks komust Hamarsstelpur yfir 52-55 og voru að spila vel á þessum kafla. Valsstelpur komust aftur yfir og leiddu 65-61 þegar þriðji leikhluta lauk.
Fjórði leikhluti var alls ekki slæmur hjá Hamri en Valsstelpur náðu að halda út þó munaði ekki miklu eftir að liðin skiptust nánast á að skora í þessum síðasta leikhluta. Lokatölur 87-80 fyrir Val.
Nína Jenný Kristjánsdóttir átti frábæran leik með 24 stig, 10 fráköst og 4 varin skot. Suriya McGuire setti 22 stig, 15 fráköst og með 9 stoðsendingar. Fyrirliðin Íris Ásgeirsdóttir var með góða leik 16 stig, 4 fráköst, 4 stolna bolta og 4/6 í þristum
Klárlega mikil batamerki á liðinu og Daði hefur greinilega náð að berja sjálfstrausti í liðið en það fer að styttast í sigur með svona frammistöðu.
Stelpurnar eiga næst leik í deildinni 4. nóvember þegar nýliðar Stjörnunnar koma í heimsókn í frystikistuna
Áfram Hamar!
Mynd: sunnlenska.is