Hamar spilaði æfingaleik við Hvíta Riddarann s.l Laugardag á grasvelli í Þorlákshöfn. Um var að ræða síðasta æfingaleikinn fyrir íslandsmótið. Félagaskiptaglugginn lokaði 15. Maí og var smá fjör á Hamri á lokadeginum. Arnar Þór Hafsteinsson ákvað að ganga til liðs við Kára og óskum við honum góðs gengis þar. Hamar fékk í staðinn tvo öfluga sóknarmenn og einn varnarmann. Daníel Rögnvaldsson kom frá Ægi, Hermann Ármannsson kom á láni frá Breiðablik og Fannar Haraldur Davíðsson kom á láni frá Ægi. Við bjóðum þá velkomna í Hveragerði.

Hamarsmenn byrjuðu leikinn ágætlega, héldu boltanum vel innann liðsins og áttu fín tækifæri til að komast í forrystu í leiknum. En Hvíti Riddarinn eru með mjög fljóta menn frammá við og komust inn fyrir vörn Hamarsmanna og tóku forrystu í leiknum með góðu marki. Stuttu seinna náðu þeir að bæta við öðru marki. 0-2 var staðan eftir um hálftíma leik. Rétt fyrir lok hálfleiksins bættu svo Hvití Riddarinn við þriðja markinu og var staðan 0 – 3 fyrir Hvíta Riddaranum í hálfleik. Í seinni hálfleik gerðu Hamarsmenn nokkrar breytingar á liði sínu og voru staðráðnir í að breyta gangi máli. Fljótlega í seinni hálfleik skoraði nýji liðsmaðurinn Daníel mark úr góðu skoti rétt fyrir utan vítateig. 6 mínútum síðar skoraði svo annar nýr liðsmaður Fannar Haraldur mark eftir hornspyrnu. Nú voru Hamarsmenn komnir í gang og náðu Hamar að jafna leikinn með glæsilegu marki frá Jorge sem skaut boltanum í slánna og inn af 25 metra færi. Hamar fékk svo vítaspyrnu sem Daníel skoraði örruglega úr og voru þar af leiðandi komnir með forrystu í leiknum. Undir lok leiksins skoraði svo Jói Snorra frábært mark langt utan af kantinum, boltinn sveif yfir markmanninn og upp í vinkilinn. Lokatölur 5-3 fyrir Hamar í miklum markaleik. Fyrri hálfleikur var ekki alveg nógu góður að hálfu Hamarsmanna en þeir sýndu mikinn karakter í seinni hálfleik. Góð úrslit í síðasta leiknum fyrir íslandsmót og gefur góð fyrirheit fyrir sumarið.

24 - Jorge

Jorge skoraði glæsilegt mark í leiknum.

Byrjunarlið Hamars

Markvörður: Hlynur

Varnarmenn: Ásgeir – Fannar – Indriði – Tómas

Miðjumenn: Ölli – Máni – Jorge

Kantmenn: Helgi – Daníel

Sóknarmaður: Brynjar Elí

Varamenn:

Hafsteinn – Ómar – Bjartmar – Jói Snorra – Bjarnþór – Jóhann Karl.

Allir varamenn fengu góðan spiltíma og voru leyfðar frjálsar skiptingar í leiknum.

Næsti leikur er svo á Grýluvelli þegar Hamar tekur á móti Stokkseyri í fyrsta leik íslandsmótsins. Leikurinn er n.k föstudag kl 20:00.  Hvergerðingar eru hvattir til að mæta á völlinn og styðja sína menn til sigurs!