Sameiginlegt lið Hamars og Hrunamanna í 7. flokki stúlkna náði þeim frábæra árangri um helgina að lenda í 3. sæti Íslandsmótsins. Stúlkurnar spiluðu lokamótið í A-riðli, í Grindavík, þar sem þær sigruðu lið Njarðvíkur (44-35) og Njarðvíkur b (25-24) eftir framlengingu í æsispennandi leik. Stelpurnar töpuðu fyrir Íslandsmeisturum Keflavíkur (48-23) og Grindavík (41-29) sem hafnaði í öðru sæti.
Innilega til hamingju með þennan frábæra árangur stelpur, þið megið vera stoltar af ykkur!
Liðið um helgina var skipað þeim Estellu Nótt, Gígju Marín, Helgu Sóleyju, Kristjönu, Valgerði, Margréti Lilju, Unu Bóel, Önnu Birtu, Perlu Maríu, Eddu Guðrúnu, Glódísi Rún (vantar á mynd), Helgu Sólveigu (vantar á mynd) og Gunnhildi Fríðu (vantar á mynd).