Ólafur Jósefsson, betur þekktur sem Óli Jó, hefur látið af störfum sem yfirþjálfari knattspyrnudeildar Hamars. Af því tilefni vill hann koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri:
Heil og sæl öll sömul.
Ég er því miður hættur sem yfirþjálfari og því þurfa allar fyrirspurnir að beinast til Steinars formanns unglingaráðs og/eða annarra í stjórn eftir atvikum. Mailið hjá þeim er að finna hér og ég mun ekki heldur svara í síma knattspyrnudeildar frá og með morgundeginum.
Æfingar mun hefjast fljótlega og vonandi verður fjölgun á iðkendum í öllum flokkum með stórbættri aðstöðu. Mig langar að þakka öllum stjórnarmönnum, foreldrum, iðkendum og öðrum ótöldum innilega fyrir samstarfið og samvinnuna og óska ykkur öllum alls hins besta í framtíðinni.
Bestu kveðjur,
Óli Jó