Lionel Messi, leikmaður Barcelona, segir að það sé mikilvægt fyrir unga krakka að halda áfram að læra, jafnvel þó þeir vilji vera atvinnumenn í fótbolta.

Argentínumaðurinn er af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður heims og viðurkennir hann sjálfur að námið hafi ekki alltaf verið númer eitt hjá sér.

„Þegar ég var krakki, þá fannst mér ekki gaman að læra en foreldrar mínir heimtuðu að ég héldi því áfram, því það væri mikilvægt,“ sagði Messi.

„Nú sé ég að þau höfðu rétt fyrir sér og það er gott að maður hafi lært eitthvað. Maður veit aldrei hvað gæti gerst í fótbolta.“

„Það dreymir alla krakka um að spila í úrvalsdeildinni, en það geta ekki allir náð því markmiði. Því er mjög mikilvægt að stunda námið.“

-Tekið af 433.is-