Hamarsstrákarnir tóku þátt í Greifamótinu á Akureyri um helgina en auk okkar drengja tóku þátt fyrstu deildar liðin Höttur og heimamennirnir í Þór.

Á föstudagskvöldið mættu strákarnir Hetti og voru þeir eitthvað seinir í gang eftir bílferðina norður. Hattarmenn leiddu til að byrja með en um miðbik annars leikhluta tóku Hamarsmenn góðan sprett og leiddu 39-32 í hálfleik. Í seinni hálfleik var bara eitt lið á vellinum og lönduðu okkar strákar góðum 87-64 sigri. Bandaríkjamaðurinn Julian Nelson spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagði í þessum leik og komst vel frá sínu, enda ekki búin að ná einni æfingu með liðunu þar sem hann kom til landsins á föstudagsmorgun. Stigahæstir í leiknum voru Þorsteinn Gunnlaugsson 16 stig og örugglega vel yfir 15 fráköst þó ekki hafi verið tekið statt, varafyrirliðinn Snorri Þorvaldsson 15 stig og Bjarni Rúnar Lárussson 14 stig en hann er að koma aftur inn eftir meiðsli.

Á laugardeginum mættu Hamarsmenn heimamönnum í Þór og aftur voru okkar drengir seinir í gang en voru þó níu stigum yfir í hálfelik 40-31. Ari þjálfari hefur eitthvað sagt gott við strákana í hálfleik því þeir gjörsamlega kjöldrógu heimamenn í seinni hálfleik en Hamar vann seinni hálfleikinn 52-17 og leikinn 92-54. Stighæstir í þessum leik voru Julian Nelson 22 stig, fyrirliðinn Halldór Gunnar Jónsson 21 stig öll í seinni hálfleik og Kristinn Ólafsson setti 15 stig og barðist mjög vel.

Allir níu leikmenn liðsins sem fóru á mótið fengu að spila og komust vel frá sínu og það sýnir breiddina í liðinu að þrír stigahæstumennirnir eru ekki þeir sömu í þessum tveimur leikjum.

Óskum strákunum til hamingju með sigurinn á Greifamótinu og nú halda þeir undirbúning sínum áfram en rúmar þrjár vikur eru í að Íslandsmótið byrji.

ÁFRAM HAMAR!