Verklagsreglur
Fyrir úthlutun úr sjóði Hamars.
Forsendur
Skipting milli sjóða verði:
Tækjasjóður 10%
Ferðasjóður 10%
Meistaraflokkssjóður 30%
Barna og unglingasjóður 50%
Forsendur fyrir að deild geti fengið úthlutað úr tækja-, ferða- eða barna og unglingasjóði:
– ISI-Iðkendalistar skráðir í Felix
– Búið að halda aðalfund
– Fréttamiðlun á www.hamarsport.is (Skýring 1). Í mánuðum þar sem starfsemi fer fram þarf að minnsta kosti að skrá skýrslu deilda mánaðarlega og/eða skrá lágmark tvær fréttir á mánuði
Aðalstjórn verður að vega og meta hvort styrkbeiðni er réttmæt og sjá til þess að dreifing á fjármunum sé sanngjörn milli deilda.
Tækjasjóður.
Hægt er að sækja um styrk úr tækjasjóði fyrir allt að 60% af kaupverði tækja.
Ferðasjóður
Hægt er að sækja um styrk úr ferðasjóði fyrir allt að 40% af ferðakostnaði þó að hámarki 50.000 kr fyrir ferðalög lengri en 200 km (eða til Vestmannaeyja).
Hægt er að sækja um styrk vegna kostnaðar vegna æfinga sem þarf að sækja fyrir utan Hveragerði vegna aðstöðuleysis.
Með umsókn um úthlutun úr ferðasjóði þarf að fylgja ljósrit af reikningum/kvittunum
Barna- og Unglingasjóður
Hvernig úthlutað er:
– 50% styrksins miðast við æfingagjöld
– 30% styrksins miðast við iðkendafjölda
– 20% styrksins skiptist jafnt milli deilda
Útborgunardagar (skýring 2)
– 40% verði úthlutað 1. maí.
– 50% verði úthlutað 15. nóvember .
– 10% (lokauppgjörið) 1 febrúar árið eftir.
Frestur til að skila gögnum (skýring 3)
– Til þess að deild geti fengið úthlutað þarf að skila inn fullnægjandi gögnum (skýring 4) í síðasta lagi 14 dögum fyrir útborgun.
Skýring 1
Samstarfssamningurinn við Hveragerðisbæ hefur í för með sér að við skuldbindum okkur til að miðla upplýsingum um starf íþróttafélagsins. Það er búið að setja upp heimasíðu en við verðum að sjá til þess að halda henni lifandi. Tillögur:
1) Láta aðalþjálfara skrá skýrslu mánaðarins (í frekar stuttu máli). Skýrslan fer þá inn á www.hamarsport.is
2) Skrá fréttir. Best að útnefna einn ritstjóra.
Skýring 2
1) Útborgunardagurinn 1. Febrúar. Þetta er lokauppgjör og leið til að koma í veg fyrir að deildir séu með lægri æfingagjöld í ársreikningi en samtals æfingagjöld gefa til kynna í iðkendalistum. Fyrir síðustu úthlutun þarf ekki að skila iðkendalista.
2) Prósentur. Það er ekki hægt að úthluta meira en 40% fyrir vorið þar sem erfitt gæti þá reynst að leiðrétta vitlausa vor-úthlutun.
Skýring 3
Það hefur gengið frekar brösulega að fá iðkendalista frá deildunum og hefur það komið niður á deildum sem hafa staðið sig vel. Ef deild skilar ekki tímanlega þá fær hún ekki hlut í upphæðinni sem er úthlutað. Dæmi ef deild skilar ekki inn fyrir vorið en skilar inn fyrir haustúthlutun þá verður deildinni ekki bætt vor-tímabilið en það verður samt að skila iðkendalista með upplýsingum bæði fyrir vor og haust.
Skýring 4
Fullnægjandi gögn. Iðkendalisti þar sem fram kemur kennitala iðkenda og æfingagjaldið sem hefur verið greitt. Fyrir haust úthlutun inniheldur listinn bæði kennitölur iðkenda og æfingagjöld fyrir vor og haust. Það er allt í lagi ef iðkendur koma fyrir oftar en einu sinni (vegna þess að borgað er oftar en einu sinni) en kennitalan telur bara einu sinni í úthlutun vegna iðkendafjölda. Það verður að skila listanum í excel-skjali sem er sent frá gjaldkera aðalstjórnar.