Hamar sló KFR út í Borgunarbikarnum í kvöld.
Hamarsmenn byrjuðu leikinn mun betur og á 22 mínútu skoraði Samúel Arnar Kjartansson fyrir Hamarsmenn flott mark. Skömmu áður hafið Samúel reyndar misnotað sannkallað dauðafæri. Þetta var hans fjórða mark fyrir Hamar í tveimur leikjum.
Samúel Arnar Kjartansson.
Það var mun meira jafnræði með liðunum í seinni hálfleik en Hamarsmenn héldu þetta út og unnu sanngjarnan sigur á liði KFR.
Hamar er því komið í 32 liða pottinn sem dregið verður úr á föstudaginn næsta þar sem úrvalsdeildar liðin verða með.