Hamarsmenn komust áfram eftir 6-1 sigur á Snæfelli. Sigurinn hefði getað verið miklu stærri ef ekki hefði verið fyrir frábærar markvörslur frá markmanni Snæfells.
Á 30 mínútu skoraði Samúel Arnar Kjartansson fyrsta markið og staðan orðin 1-0.
Í uppbótartíma í fyrrihálfleik bætti svo Tómas Ingvi Hassing við öðru marki og staðan því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks.
Á 54 mínútu skoraði svo Samúel Arnar Kjartansson sitt annað mark í leiknum.
Það voru ekki liðnar nema þrjár mínútur frá marki Hamars þegar Snæfell fékk víti, úr henni skoraði svo Guðmundur Sigurbjörnsson og staðan orðin 3-1 eftir 57 mínútur.
Á 70 mínútu skoraði svo Tómas Ingvi Hassing sitt annað mark og staðan orðin 4-1.
Það var svo á 81 mínútu sem fyrirliðin okkar Ingþór Björgvinsson skoraði og staðan 5-1 fyrir Hamri.
Það var svo á 91 mínútu sem Samúel Arnar Kjartansson fullkomnaði þrennu sína og lokatölur því 6-1 fyrir Hamar.
Hamar mætir því KFR í næstu umferð.