Hamar mætti Njarðvík í Reykjaneshöllini í gær.  Leikurinn byrjaði frekar rólega en Njarðvíkingar voru þó meira með boltann.

 Á 15 mínútu urðu Hamarsmenn fyrir áfalli þegar Markús Andri Sigurðsson þurfti að fara meiddur af velli.  Inná kom fyrir hann Hafþór Vilberg Björnsson.
 
Á 31 mínútu komust Njarðvíkingar í 1-0 með marki frá Patrik Snæ Atlasyni.
 
Á 40 mínútu átti svo fyrirliðin okkar Ingþór Björgvinsson gott skott að marki sem endaði í stönginni, Hamarsmenn óheppnir þarna að jafna ekki leikinn.
 
Í næstu sókn áttu Njarðvíkingar hörku skott að marki en góður markmaður Hamarsmanna Kristófer Ernir G. Haraldsson varði glæsilega.
 
Á 43 mínútu áttu Njarðvíkingar horn sem var skallað naumlega framhjá.
 
Á 44 mínútu áttu Njarðvíkingar flotta sókn að marki Hamarsmanna en Mateusz Tomasz Lis bjargaði glæsilega með flottri tæklingu.  Staðan var því 1-0 í hálfleik fyrir Njarðvík.
 
Skiptingar í hálfleik:
Njarðvík                                                                 Hamar
Óskar Örn Óskarsson (út)                                Óskar Dagur Eyjólfsson (út)
Ísleifur Guðmundsson (inn)                           Tómas Ingvi Hassing (inn)
Ari Már Andrésson (út)                                    Kristófer Ernir G. Haraldsson (M) (út)
Arnór Svansson (inn)                                        Matthías Ragnarsson (M) (inn)
Pawel Grudzinski (út)
Jón Tómas Rúnarsson (inn)
 
Njarðvíkingar byrjuðu seinni hálfleik mjög vel og strax á 48 mínútu skoraði Gísli Freyr Ragnarsson fyrir þá og staðan orðin 2-0.
 
Tveimur mínútum seinna bjargar svo Matthías Ragnarsson (M) á línu eftir að boltanum hafði verið vippað yfir hann.
 
Á 60 mínútu eiga svo Njarðvíkingar dauðafæri sem Hamarsmenn bjarga.
 
Á 61 mínútu á Samúel Arnar Kjartansson gott skot að marki sem er vel varið af markmanni Njarðvíkinga.
 
Einni mínútu seinna komast svo Njarðvíkingar í 3-0 eftir mistök markmans Hamarsmanna.
 
Hamarsmenn tóku svo miðju og brunuðu í sókn sem endaði með marki frá Ingþóri Björgvinssyni og staðan því 3-1 á 63 mínútu.
63925_10151827906369014_1007889142_n
 
Ingþór Björgvinsson (F)
 
Á 86 mínútu kom svo Ísak Tómasson inná fyrir Sölva Víðisson og það tók hann ekki nema mínútu að skora sitt fyrsta mark fyrir Hamar með sinni fyrstu snertingu í leiknum, staðan því 3-2 og 87 mínútur liðnar af leiknum.
photo 2 (8)
 
Ísak Tómasson til hægri.
 
Eftir þetta fjaraði svo leikurinn út eftir að Hamarsmenn reyndu að jafna leikinn.  Lokatölur því 3-2 og Hamarsmenn því enn með 0 stig en Njarðvíkingar komnir í 6 stig.