Þetta var fyrsti alvöru leikur undir stjórn nýs þjálfara Ingólfs Þórarinssonar.

Hamarsmenn byrjuðu með látum og strax á sjöttu mínútu skoraði fyrirliðinn Ingþór Björgvinsson glæsilegt mark.  Ingþór lék á varnarmann og átti þrumuskot sem hafnaði uppi í samskeytunum, 0-1 fyrir Hamar.
photo 1 (2)
 
Það tók leikmenn Reynis S. ekki nema fimm mínútur að jafna leikinn, þar var að verki Birkir Freyr Sigurðsson, 1-1 og ellefu mínútur liðnar af leiknum.
 
Fimm mínútum eftir að Reynir S. hafði jafnað skoraði nýr leikmaður Hamars Markús Andri Sigurðsson glæsilegt mark, 1-2 fyrir hamar og aðeins 16 mínútur liðnar af leiknum.
photo (2)
 
Hamarsmenn voru nánast enn að fagna þegar Deividas Leskys jafnaði aftur fyrir Reyni S. aðeins fjórum mínútum eftir að Hamar hafði komist yfir, 2-2 og 20 mínútur liðnar.
 
Eftir þessa fjörugu byrjun gerðist lítið og staðan því 2-2 í hálfleik.
 
Það voru ekki liðnar nema sex mínútur af seinni hálfleik þegar Birkir Freyr Sigurðsson skoraði sitt annað mark í leiknum og Reynir S. komið yfir í fyrsta skiptið í leiknum, 3-2 og 51 mínúta liðin af leiknum.
 
Á 71 mínútu skorar svo Aron Örn Reynisson fyrir Reyni S. eftir mistök hjá markmanni Hamars og staðan orðin 4-2.
 
Það var svo á 84 mínútu að Reynir S. gerði út um leikin með marki frá Þorsteini Þorsteinssyni og staðan orðin 5-2.
 
Þrátt fyrir þetta tap voru margir jákvæðir punktar í þessum leik og er ekkert annað en að girða sig í brók og snúa blaðinu við í næsta leik á móti Gróttu á laugardaginn næsta.