Hveragerðisbær heiðraði íþróttafólk bæjarins milli hátíða og er KKd. Hamars stolt af þvíað Dagný Lísa Davíðsdóttir og Ragnar Nathanaelsson fengu viðurkenningar fyrir sýna íþrótt.
Ragnar hefur brotið sér leið í A-landslið karla eftir gott uppeldi hér í Hveragerði og spilar í vetur með nágrannaliði okkar Þór í efstu deild. Dagný Lísa lék með U-16 ára landsliði Íslands á síðasta ári og hefur verið valin í æfingarhóp U-18 ára en verkefni þessa landsliðs verður væntanlega Norðurlandamót og Evrópukeppni þetta sumarið. Auk þessa er Dagný á fullu með úrvalsdeildarliði okkar Hamars í körfunni og hefur staðið sig með miklum sóma þar. Flottir fulltrúar körfuknattleiksins þarna á ferð og óskum þeim til hamingju með viðurkenninguna.