Síðastliðinn laugardag tók 7.flokkur þátt í fótboltamóti í Keflavík. Hamar og Ægir tefldu saman þrem liðum á mótinu. Margir voru að taka þátt í sínu fyrsta fótboltamóti. Krakkarnir sýndu lipra takta á mótinu og greinilegt að framtíðin er björt hjá þessum ungu fótboltasnillingum. Allir fengu svo verðlaunapening og pítsu í mótslok.
Þessir krakkar halda áfram að æfa af fullu krafti fyrir jólamót sem verður haldið í desember í Hamarshöll.