Síðastliðinn laugardag tók 7.flokkur þátt í fótboltamóti í Keflavík. Hamar og Ægir tefldu saman þrem liðum á mótinu. Margir voru að taka þátt í sínu fyrsta fótboltamóti. Krakkarnir sýndu lipra takta á mótinu og greinilegt að framtíðin er björt hjá þessum ungu fótboltasnillingum. Allir fengu svo verðlaunapening og pítsu í mótslok.

2013-11-18 19.57.17

Thoralf, Arnór, Ingimar, Hafrún Birna, Hallgrímur, Kamilla og Benedikt.
Þau kepptu í Þýsku deildinni.

 

2013-11-18 19.56.06

Halldór, Ronja Guðrún, Linda María, Elmar, Eric Máni, Þórður, Olga og Stefán Rúnar. Á myndina vantar Magnús Gunnar. Þau kepptu í Spænsku deildinni

 

2013-11-18 19.59.18

Axel, Emil, Lúkas, Janus, Arnór, Kristian, Birkir, Flosi. Þeir kepptu í íslensku deildinni. Erfitt var að ná almennilegri mynd af þeim í öllum fagnaðarlátunum eftir alla sigrana.

Þessir krakkar halda áfram að æfa af fullu krafti fyrir jólamót sem verður haldið í desember í Hamarshöll.