Hamarsstelpur kíktu í Reykjanesbæ í kvöld nánar tiltekið Njarðvík og fyrir fram mátti búast við hörku leik. Stelpurnar okkar voru þó alltaf skrefinu á eftir í leiknum eða í 39 mínútur, það var hins vegar á loka mínútunni sem leikurinn vannst, við fengum lánaða lýsinguna frá karfan.is á síðustu mínútunni ” Í stöðunni 59:58 fá Njarðvík á sig óíþróttamannslega villu. DiAmber setur niður vítin sín og Marín Laufey setur svo niður tvist og með ca 40 sekúndur á klukkunni leiða Hamarsstúlkur með 2 stigum. Svava Ósk Stefánsdóttir sporðrennir svo einum rándýrum þrist í næstu sókn Njarðvíkur og aftur eru heimasæturnar komnar yfir í leiknum með einu stigi. Á einhvern furðulegan hátt þá endar Dagný Lísa Davíðsdóttir svo í galopnu færi hinumegin á vellinum og setur niður tvö stig, Hamar aftur komnar yfir og varnarleikur Njarðvíkur í þessari sókn Hamars afar illa á verðinum. Njarðvíkurstúlkur bruna yfir og þegar um 7 sekúndur eru til loka leiks setur Andrea Ólafsdóttir niður að flestir héldu í húsinu úrslitakörfu leiksins. ” Hjá glæsilegur sigur hjá stelpunum sem eru þar með komnar með 8 stig og eru í 4-5 sæti ásamt Haukum. Di’Amber var sem fyrr atkvæðamest með 21 stig og 4 stoðsendingar en Íris 12 stig 6 fráköst Fanney 14 stig 5 fráköst og Marín 10 stig 6 fráköst áttu allar flottan leik.
Einnig var dregið í bikarnum á dögunum, en stúlkurnar drógust á móti Valsstelpum en sá leikur fer fram á Hlíðarenda heimavelli Vals, Nánari um þann leik síðar
mynd/Guðmundur Karl