Markmið námskeiðanna er að kynnast fjölbreyttri útiveru og heyfingu. Farið er í stuttar fjallgöngur, göngu- og hjólaferðir, sund, ýmsa leiki og margt fleira skemmtilegt.
Námskeiðin eru frá kl. 08:00 – 16:30 alla virka daga. Hægt að vera hálfan daginn. Boðið upp á gæslu frá kl 8 – 9 og 12 – 13.
• Hópur 1: 6. – 19. júní.
• Hópur 2: 20. jún – 3. júlí.
• Hópur 3: 4. – 17. júlí.
• Hópur 4: 18. – 31. júlí.
Verð: Kr. 8000, fyrir ½ dag kr 4500. Systkinaafsláttur 20%.
Nánari upplýsingar og skráning hjá Anítu Arad. s. 659 1824 og Anítu Tryggvad. s. 865 7652.
Dagskrá (með fyrirvara um breytingar)
Dagur 1
Fyrir hádegi : Skráningar, kynning á námskeiði og leikir
Eftir hádegi : Gönguferð
Dagur 2
Fyrirhádegi : Hjólatúr
Eftir hádegi : Íþróttir og leikir
Dagur 3
Fyrir hádegi : Sund
Eftir hádegi : Íþróttakeppni
Dagur 4
Fyrir hádegi : Bíóstund
Eftir hádegi : Farið í listigarðinn í leiki og í fossinn að vaða
Dagur 5
Fyrir hádegi : Gönguferð – endað í aparólunni á tjaldstæðinu
Eftir hádegi : Leikir á skólalóð
Dagur 6
Dótadagur
Fyrir hádegi : Föndur, útilist + leikir
Eftir hádegi : Sund
Dagur 7
Fyrir hádegi : Frjálst (á skólalóð)
Eftir hádegi : Hjólatúr
Dagur 8
Fyrir hádegi : Farið í fossinn að vaða
Eftir hádegi : Stelpu vs. stráka tími
Dagur 9
Fyrir hádegi : Menningarferð í Kjörís
Eftir hádegi : Sund
Dagur 10
FURÐUFATADAGUR – verðlaun fyrir flottasta búninginn ?
Grillpartý í hádeginu !
Alltaf að koma í fötum eftir veðri, koma með nesti, sundföt + handklæði og aukaföt.
Það eru þrár nestisstundir yfir daginn : kl 10:00, í hádeginu og kl 15:00. Börnin þurfa sjálf að koma með nesti með sér. ATH það er samlokugrill á staðnum.