A-lið Hamars kvenna gerði góða ferð á árlegt hraðmót HSK í blaki sem fram fór 7. október á Laugarvatni. Kvennaliðið vann alla sína leiki og vann mótið nokkuð örugglega. Hamar sendi einnig B-lið til leiks og stóðu þær sig með ágætum þótt ekki kæmu verðlaun í hús að þessu sinni. Karlakeppnin fór svo fram þann 10. okt. og var silfrið hlutskipti Hamarspilta, en Hrunamenn hirtu gullið.