Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars, sunnudaginn 4. mars 2012 var Íris Ágeirsdóttir, körfuknattleikskona Hamars, krýnd íþróttamaður Hamars ársins 2011. Íris var fyrirliði og lykilmaður í meistaraflokki Hamars tímabilið 2010-2011. Það tímabil náði Hamar sínum besta árangri þegar kvennaliðið varð deildarmeistari IcelandExpress deildarinnar. Íris hefur svo staðið í stöngu í vetur þar sem hún fór í hjálparstarf til Tansaníu í mánaðartíma og eftir heimkomu drifið félaga sína áfram í baráttunni í deildinni. Auk Írisar voru útnefnd íþróttamenn hverrar deildar.
Á aðalfundinum var kjörinn nýr formaður Hamars, Hjalti Helgason, sem tók við af Guðríði Aadnegaard sem hefur verið formaður félagsins í 10 ár. Einnig voru kjörir í stjórn Friðrik Sigurbjörnsson og Hallur Hróarsson. Úr stjórn gengu ásamt Guðríði, Anton Tómasson og Kent Lauridsen sem hefur gengt gjaldkera stöðu félagsins í 10 ár. Eru nýjir menn boðnir velkomnir til starfa og hinum þökkuð ómetanleg störf í þágu íþróttafélagsins á undangengunm árum.
Framkvæmdarstjórn Hamars óskar íþróttamönnunum til hamingju með titlana.
Eftirtaldir fengu viðurkenningar:
Badmintonmaður Hamars | Imesha Chaturanga |
Fimleikamaður Hamars | Arnar Eldon |
Blakmaður Hamars | Hugrún Ólafsdóttir |
Hlaupari Hamars | Sigríður Elísabet Sigmundsdóttir |
Knattspyrnumaður Hamars | Ingþór Björgvinsson |
Körfuknattleiksmaður Hamars | Íris Ásgeirsdóttir |
Sundmaður Hamars | Laufey Rún Þorsteinsdóttir |