16177_10205811514837934_4279314171520388644_n

Lið Hamars/Hrunamanna í 7. flokk kvenna sem spilaði um helgina

Stelpurnar í 7. flokk stúlkna (stelpur fæddar 2002) í sameiginlegu liði Hamars og Hrunamanna spiluðu um helgina í B riðli Íslandsmótsins og unnu alla sína leiki nokkuð örugglega. Þær lögðu að velli lið Snæfells, Tindastóls og Hattar. Stelpurnar unnu sig því aftur upp í A riðil eftir stutt stopp í B riðli. Þær höfðu spilað fyrri fjölliðamót vetrarins í A riðli en féllu niður í B riðil eftir eins stigs tap á móti Njarðvík á síðasta móti. Með því að vinna B riðilinn núna eru þær aftur komnar í hóp 5 bestu liða á Íslandi og spila þær lokaumferð Íslandsmótsins í A riðli og spila því um Íslandsmeistaratitilinn helgina 18.-19. apríl í Keflavík.

Það er ljóst að aprílmánuður verður spennandi hjá ungmennunum okkur, því helgina áður munu drengirnir í sama aldursflokk einnig spila um Íslandsmeistaratitilinn. 1896785_10154957058565451_6242219643603953010_n

Hamarsstelpurnar á skemmtilegri búningaæfingu fyrir jól.