Um helgina fór Unglingameistaramót Íslands fram í TBR húsunum við Gnoðavog. Þarna áttust við bestu badmintonkrakkar landsins og átti Hamar 10 keppendur af 143 og komust átta þeirra í undanúrslit og tveir keppendur í úrslit. Keppni var hörð og fóru margir leikirnir í oddalotur og var mikil barátta um að komast á verðlaunapall.
Margrét Guangbing Hu sigraði í tvíliðaleik í flokknum U15 Meyjar, ásamt Maríu Rún Ellertsdóttur frá ÍA og sömueiðis fékk Margrét silfur í einliðaleik A-flokk U15 Meyjar. Úlfur Þórhallsson sigraði einliðaleik í flokknum U11 Snáðar. Innilega til hamingju með frábæran árangur krakkar.

