5. flokkur Hamars/Ægis sigurvegarar á N1 móti KA
Sameiginlegt lið Hamars/Ægis í 5. flokki karla sendi tvö lið á stærsta knattspyrnumót landsins, N1
mót KA. Um fimmtán hundruð leikmenn tóku þátt í mótinu sem fram fór á Akureyri dagana 2. -5. júlí.
Mótið var mjög vel heppnað þrátt fyrir töluverða vætu.
Bæði náðu liðin frábærum árangri, en þau kepptu annars vegar í Chileansku deildinni og hins vegar í
þeirri Ensku.
E-lið Hamars/Ægis komst í átta liða úrslit og endaði í fimmta sæti, sem er glæsilegur árangur.
C-liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði sína deild eftir harða baráttu við Tindastól í úrslitaleik sem endaði
með vítaspyrnukeppni.
Leikmenn og þjálfarar eiga hrós skilið fyrir frábæran árangur. Það er óhætt að segja að samstarf
félaganna sé vel heppnað og framtíðin björt!
Gleði tár.