Við minnum á æfingarnar í sunddeildinni:

Æfingatímar 2022 – 2023:

Flugfiskar (1. og 2. bekkur) æfir á föstudögum kl. 12:45 – 13:30

Selir (3.- 5. bekkur) æfir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:00-16:45 og á föstudögum kl. 13:30 – 14:30.

Höfrungar (6. bekkur og eldri) æfir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30-18:00 og á föstudögum kl. 13:30 – 14:30.

Auðvitað eru æfingarnar fyrstu tvær vikurnar í september opnar, svo öll börn geta komið og prófað sundið.

Skráning í sunddeildina er hafin hér inni á Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/hamar/sund

Þar er hægt að skrá börnin í allt tímabilið, frá ágúst og út júní, eða fram til áramóta.

Ekki er komin skráning fyrir 1. og 2. bekk þar sem Íþróttafélagið Hamar sér um þá skráningu. Það er von á henni von bráðar inn í Sportabler.

Þeir sem eru ákveðnir í því að æfa sund í vetur geta skráð sig þar núna.

Hlökkum til að sjá sem flesta í sundi 🙂

Bestu kveðjur frá stjórn og þjálfara.

Á morgun, mánudaginn 29. ágúst, verður Íþróttafélagið Hamar með kynningu á starfsemi allra deilda. Þar mun Sunddeild Hamars auðvitað standa vaktina og kynna hið frábæra starf deildarinnar. Við hvetjum alla foreldra til að mæta og kynna sér starfsemi allra deilda Hamars. Við bjóðum nýjum íbúum Hveragerðis sérstaklega velkomna.

Kynningin verður haldin í Grunnskólanum í Hveragerði frá kl. 17 – 19.

Nú eru skólarnir að fara af stað og þá er um að gera að koma sundinu í gang.

Maggi mun byrja með sundæfingar á morgun, þriðjudaginn 23. ágúst hjá nemendum í 3. bekk og eldri. Nemendur í 3. – 5. bekk mæta kl. 16 og nemendur í 6. bekk og eldri mæta kl. 16:30 á morgun.

Nemendur í 1. og 2. bekk geta mætt á æfingu á föstudaginn 26. ágúst kl. 12:45.

Æfingatímar Sunddeild Hamars veturinn 2022-2023

Sundæfing fyrir 1. og 2. bekk:

Föstudagur kl. 12:45 – 13:30

Íþróttafélagði Hamar er að fara af stað með nýtt verkefni fyrir krakka í 1. og 2. bekk í vetur. Þar munu þau geta skráð sig í nokkurs konar íþróttaskóla og ná þá að æfa og kynnast enn fleiri íþróttum. Fyrir þennan aldur verður ein sundæfing í boði á viku. Þetta verður kynnt nánar af forráðamönnum Íþróttafélagsins Hamars fljótlega.

Yngri hópur (3. – 5. bekkur):

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16-16:45, föstudaga frá kl. 13:30 – 14:15.

Eldri hópur (6. bekkur og eldri):

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:30 – 18:00, föstudaga kl. 13:30 – 14:30

Hlökkum til að sjá sem flesta í sundlauginni og við minnum á að allir krakkar geta mætt á sundæfingar nú í byrjun til að prufa.

Bestu sundkveðjur frá stjórn og þjálfara.