Kæru iðkendur, foreldrar og gestir

Með þessum pósti tilkynni ég að það er iðkandi á meðal okkar sem er með bráðaofnæmi fyrir  öllum tegundum af hnetum og möndlum.  Jarð-, pekan-, pistasíu-, kasjú-, furu-, val-, macadamian- og valhnetur eru allar sérstaklega hættulegar.

Þetta hefur í för með sér að þeir sem eru vanir að vera með nesti sem innihalda einhverja af þessum hnetutegundum þurfa að breyta því og sleppa að koma með þær vörur í íþróttamannvirki Hveragerðisbæjar.

Nemandinn fær öndunarerfiðleika sem valda mikilli vanlíðan, veikindum og jafnvel andláti.

Ef einhver hefur borðað hnetur heima eða utan við íþróttahús/sundlaug/hamarshöll þarf sá hinn sami að passa að þvo hendur vel áður en komið er inn.

Þeir sem eru með hnetu eða annað ofnæmi þurfa að passa sig vel en þeir þurfa líka að treysta á okkur hin til að geta stundað íþróttir.

Gangi okkur öllum vel.

Bestu kveðjur,
Jóhanna

Jóhanna M. Hjartardóttir
menningar- og frístundafulltrúi                            
Hveragerðisbæjar

Birt með fyrirvara um breytingar

Æfingatafla Skólamörk 2021/2022

Skráning í deildina fer fram á Sportabler í byrjun september. Ef samkomutakmarkanir leyfa, byrja aftur opnir fjölskyldutímar í september fyrir Hvergerðinga á nágranna á sunnudögum frá 11-13 í Hamarshöll. Allar nánari upplýsingar um flokkaskiptingar og æfingar veitir Bjarndís yfirþjálfari.