Meistaramót HSK í badminton var haldið í Þorlákshöfn sunnudaginn 22. apríl síðastliðinn. Keppendur voru 73 talsins frá þremur félögum; Hamar, Dímon, og Umf Þór. Keppt er um hinn fræga HSK bikar með stigakeppni milli félaganna.
Hamar fór með sigur úr býtum með 82 stig, Umf Þór var í öðru sæti með 47 stig og Dímon í þriðja með 17 stig.
Hamar þakkar fyrir frábæra þátttöku, en keppendur komu úr barna- og unglingastarfi Hamars ásamt keppendum úr karla- og kvennatímunum.

Úrslitin á mótinu má sjá hér að neðan.

U11 – snáðar og snótir

Ekki var keppt um sæti í þessum flokkum heldur fengu allir verðlaun.

U13 – hnokkar

1.sæti – Ísar Máni Gíslason, Umf Þór

2.sæti – Elmar Yngvi Matthíasson, Umf Þór

3.sæti – Bjarni Þorvaldsson, Dímon

4.sæti – Úlfur Þórhallsson, Hamar 

U13 – tátur

1.sæti – Þórdís Páley Guðnadóttir, Umf Þór

2.sæti – Harpa Huazi Tómasdóttir, Hamar

3.sæti – Tamara Sól Kúpcsaniazka, Hamar

4.sæti – Guðrún Margrét Sveinsdóttir, Dímon

U15 – sveinar

1.sæti – Valþór Viggó Magnússon, Hamar

2.sæti – Valgarð Ernir Emilsson, Hamar

3.sæti – Óli Guðmar Óskarsson, Dímon

4.sæti – Einar Þór Sigurjónsson, Dímon

U15 – meyjar

1.sæti – Margrét Guangbing Hu, Hamar

2.sæti – Birgitta Björt Rúnarsdóttir, Umf Þór

3.sæti – Þrúður Sóley Guðnadóttir, Umf Þór

4.sæti – Lilja Rós Júlíusdóttir, Umf Þór

U17 – drengir

1.sæti – Valþór Viggó Magnússon, Hamar

2.sæti – Valgarð Ernir Emilsson, Hamar

3.sæti – Jóhannes Torfi Torfason, Hamar

4.sæti – Aron Sigurjónsson, Dímon

U17 – telpur

Engir keppendur voru í þessum flokki 

U19 – piltar

1.sæti – Óskar Ingi Halldórsson, Hamar

U19 – stúlkur

1.sæti – Þórey Katla Brynjarsdóttir, Umf Þór

20-40 – karlar

1.sæti – Tómas Örn Snorrason, Hamar

2.sæti – Hákon Fannar Kristjánsson, Hamar

3.sæti – Ólafur Dór Steindórsson, Hamar

4.sæti – Óskar Logi Sigurðsson, Umf Þór

20-40 – konur

1.sæti – Elín Hrönn Jónsdóttir, Hamar

2.sæti – Hrefna Ósk Jónsdóttir, Hamar

3.sæti – Þórey Katla Brynjarsdóttir, Umf Þór

4.sæti – Ragnheiður Eiríksdóttir, Hamar

40+ – karlar

1.sæti – Tómas Örn Snorrason, Hamar

2.sæti – Sæmundur Steingrímsson, Umf Þór

3.sæti – Þór Emilsson, Umf Þór

4.sæti – Hallgrímur Óskarsson, Hamar

40+ – konur

1.sæti – Ruyi Zhao, Hamar

2.sæti – Sigríður Harpa Wolfram, Hamar

 

Þær Gígja Marín Þorsteinsdóttir og Helga Sóley Heiðarsdóttir voru á dögunum valdar í lokahóp U-16 ára landsliðs stúlkna í körfuknattleik. Stelpurnar munu spila með liðinu á Norðurlandamótinu sem fram fer í Kyselka í Finnlandi dagana 26. júní – 3. júlí og svo aftur á Evrópumótinu sem verður haldið í Podgorica í Svartfjallalandi dagana 16-25. ágúst. Þjálfarar landsliðsins eru Sunnlendingarnir Árni Þór Hilmarsson og Hallgrímur Brynjólfsson.

Stelpurnar hafa spilað með sínum aldursflokki með sameiginlegu liði Hamars/Hrunamanna síðastliðin ár með góðum árangri en liðið spilar í A-riðli Íslandsmótsins og er á meðal fimm bestu liða landsins. Í vetur hafa þær einnig spilað með meistaraflokki Hamars í 1. deild kvenna, þar sem þær hafa fengið að spreyta sig á móti eldri og reyndari leikmönnum. Þar hafa þær staðið sig vel og fengið mikla reynslu. Stelpurnar eru metnaðarfullar og leggja sig mikið fram á hverri einustu æfingu. Það verður gaman að fylgjast með þeim í sumar og spennandi tímar framundan hjá þeim.

Í hálfleik á fyrsta leik Hamars gegn Breiðablik í lokaúrslitum fyrstu deildar kvaddi Hannes S. Jónsson sér hljóðs. Hannes var komin í Hveragerði til að fylgjast með leik Hamars gegn Breiðablik en einnig til að heiðra formann og stjórnarmann körfuknattleiksdeildar Hamars. Lárus Ingi Friðfinnsson sem verið hefur formaður kkd Hamars frá stofnun deildarinnar eða í rúm tuttugu og fimm ár var sæmdur gullmerki Körfuknattleikssambands Íslands fyrir mikið og óeigingjarnt starf að uppbyggingur körfuknattleiks í Hveragerði og einnig fyrir störf á vegum KKI. Birgir S. Birgisson var einnig veit viðurkenning, en hann var sæmdur silfurmerki KKI af sama tilefni. Það verður seint metið að verðleikum það mikla og óeygingjarna starf sem þessir miklu heiðursmenn hafa unnið fyrir körfuboltan í Hveragerði en þó um leið mikill heiður að körfuknattleikssamband Íslands skuli heiðra þá félaga á þennan hátt. 

Það var spenna í loftinu þegar leikmenn Hamars og Breiðabliks mættu í hús fyrir fyrsta leik lokaúrslita 1. deildar karla. Hamar með heimavallarréttinn og búnir að vinna Breiðablik tvisvar í vetur en á sama tíma Blikarnir með hvað breiðastan leikmannahóp í fystu deildinni. Fljótlega var orðið ljóst að það yrðu allavega einhver læti á pöllunum því fólk streymdi í húsið og þegar flautað var til leiks var orðið fullt á pöllunum og flott stemming hjá báðum liðum.

                Uppkast og upp úr því fær Hamar lay-up þar sem Smári skorar fyrstu stig leiksins, fljótlega sigu þó Blikar fram úr og eftir þriggja mínútna leik var helmingsmunur (6:12) og aðeins farið að fara um heimamenn á pöllunum á meðan stemmingin var í góðu lagi öðru megin í stúkunni. Blikar héldu síðan um tíu stiga mun fram að leikhlutaskiptum og gott betur því strax á fystu mínútu annars leikhluta er munurinn komin í fimmtán stig (17:32) og alls ekkert í spilunum að leikurinn verði góður fyrir Hamarsdrengi. Aðeins bættu menn þó í en munurinn á liðunum hélst þó í kringum tíu stiginn allt þar til fjórum mínútum fyrir hálfleik að Hamar gefu í og minnkar muninn hratt. Skömmu fyrir hálfleik kemst svo Hamar yfir í annað skipti í leiknum þegar Þorgeir setur niður þrist og kemur Hamri í 41:40 og allt verður vitlaust í Frystikistunni. Liðin skiptust svo á körfum og þegar flautað er til hálfleiks er tveggja stiga munur (48:46) heimastrákum í vil. Hamar byrjar svo seinni hálfleik betur og kemst tíu stigum yfir snemma (60:50) við mikinn fögnuð heimamanna en Blikar bæta þó aðeins í og þegar þriðji leikhluti er hálfnaður leiðir Hamar með átta stigum (63:55). Þá koma Blikar með áhlaup og á rétt um tveimur mínútum jafna þeir leikinn (65:65) og allt vitlaust í áhorfandastúkunni. Blikar náð síðan smá forskoti og leiða með sex stigum þegar lokaleikhlutinn byrjar (70:76) en samt hafa allir í húsinu það á tilfinningunni að leikurinn sé jafn þar sem liðinn hafa skipst á áhlaupum allan leikinn og allt getur gerst. Í fjórða leikhluta skiptast svo liðin á körfum og leikurinn í nokkru jafnvægi eða þar til þrjár og hálf mínúta eru eftir að Hamar jafnar (88:88) og spenna í algleymi. Áfram skiptast liðin á körfum og þegar átján sekúntur lifa leiks nær Hamar tveggja stiga forustu en auðvitað jafna Blikar strax aftur og leikur framlengdur (95:95).  Framlenginginn fer síðan rólega af stað og lítið skorað. Þegar hún er hálfnuð ná þó Blikar fjögura stiga forskoti (99:103)  og spenna færist í leikinn. Hamar reynir að jafna en gengur ekki og allt lítur út fyrir sigur Blika sem eiga boltan í innkasti þegar þrettán sekúntur eru eftir og leiða með tveimur stigum (104:106), Blikar tapa þá boltanum með því að missa boltan aftur fyrir miðju og allt í einu er allt opið. Hamar klikkar þó á skoti og Blikar skora úr báðum vítum sínum þegar innan við sekúnta lifir leiks og Blikar búnir að stela heimavallarréttinum. Frábær leikur þó og bauð uppá mikla skemmtun fyrir fólkið í stúkunni.