Haustmótum HSK í blaki er nú lokið en þau voru haldin nú í vikunni.

Karlarnir voru fáliðaðir og misstu menn í meiðsli í miðju móti. Árangurinn var í samræmi við þessi skakkaföll því ekki frásögu færandi.

Hamar 1 í kvennaflokki varð hinsvegar hraðmótsmeistari HSK í kvöld. Þrátt fyrir erfiða kafla í sumum leikjum, tapaði liðið aðeins einni hrinu og vann öruggan sigur á mótinu með 11,5 stig. Hamar 2 hafnaði í 7. sæti með 4 stig.

Alls tóku 8 lið frá 4 félögum þátt í mótinu.

Nú þegar karlalið Hamars í fyrstu deild hefur spilað 2 leiki í deildinni og unnið þá báða, er liðið í 3ja sæti deildarinnar með 5 stig. Næsti leikur hjá körlunum er 11. nóvember gegn Stjörnunni á Álftanesi.

Kvennalið Hamars í 1. deild er í allt annarri stöðu þar sem liðið hefur tapað öllum 3 leikjum sínum það sem af er tímabils. Á fimmtudaginn kemur spilar liðið við Fylki sem er í neðri hluta deildarinnar líkt og Hamar. Þeikurinn hefst klukkan 21:00.

4.deildar lið kvenna hefur leik á sínu Íslandsmóti 4. og 5. nóvember, þegar liðið spilar 4 leiki á helgarmóti í Kórnum í Kópavogi.

 

Reynslan skilaði sigri í Hveragerði þegar ungt lið Ármanns kom í heimsókn í dag.

Ármanns stúlkur byrjuðu betur og komust í 0-8 áður en Hamar komst á blað en fyrsti leikhluti endaði 20-21 fyrir gestina. Annar leikhluti var jafn á öllum tölum en heimakonur leiddu í hálfleik 36-35. Þriðji leikhluti var alger viðsnúningur eftir jafna 2 fyrstu leikhlutana. Hamars konur voru miklu grimmari og keyrðu fram úr þar sem Þórunn stýrði leik Hamars, skoraði og lagði upp körfur eins og enginn væri morgundagurinn. Á sama tíma lék Sigrún Guðný leikstjórnandi Ármann, með 4.villur sem hafði sitt að segja. 

Tölfræðin var að stríða þar sem sambandið var stopult og leikurinn byrjaði ekki á réttum tíma vegna sambandsleysis við FIBA livestat.

Úrslitin 79-61 og sigur hjá okkar konum þar sem Þórunn var stigahæst með 14 stig, Gígja öflug (líklega u.þ.b. 12 stig) og flestar okkar stúlkna komust á blað.  Athyglisvert að systurnar Katrín og Dagrún Össurar- og Guðrúnardætur spiluðu saman sem og þær systur Gígja, Álfhildur og Fríða Margrét Þorsteins- og Ernudætur. Ekki langt undan var frænka þeirra Laugaskarðs-systra Ragnheiður Magnúsdóttir og ljóst að í þessum ættum er mikil íþróttagen og keppnisskap.  

Synd að tölfræðin fraus því úrvalsdeildarreynslan hjá Sóley, Álfhildi og Þórunni skilaði miklu fleiri fráköstum fyrir Hamar en aftur á móti voru Ármanns stelpur að hitta mun betur framan af og sérstaklega úr sniðskotum sínum.

Góður dagur hjá systrunum Álfhildi og Gígju Marín sem og Þórunni fyrir Hamar. Hjá Ármanni var Sigrún Guðný best með  22 stig.

Slæmur dagur Internetsambandið í Frystikistunni.

 

Á herrakvöldi Hamars var að sjálfsögðu uppboð og aðrir vinningar. Vinningar sem ekki voru afhentir á herrakvöldinu sjálfu voru á eftirfarandi númerum.

Gjafakort í Laugarsport nr. 623

Gjafakort í Laugarsport nr. 237

Gjafakort í Laugarsport nr. 771

Gjafakort í Laugarsport nr. 681

Sundkort í Laugarskarði 30 miðar nr. 203

Sundkort í Laugarskarði 30 miðar nr. 436

Hægt er að nálgast vinningar í símanúmer 8562035 hjá Valla 

Karlalið Hamars og Blakfélags Fjallabyggðar áttust við í 2. umferð 1. deildar karla í Hamarshöllinni í dag.

Greinilegur haustbragur var á liðunum og mikið um klaufamistök en þau voru á báða bóga og leikurinn því jafn og spennandi.

Fyrsta hrinan tapaðist 18-25 en Hamarsstrákar komu til baka í annari hrinu og unnu hana 25-23. Þriðja hrinan var erfið og tapaðist hún 25-15. Það var því að duga eða drepast fyrir Hamar í 4. hrinu sem var gríðarlega jöfn og spennandi og lauk með 25-22 sigri Hamars. Það þurfti því oddahrinu til að skera út um sigurvegara. Þar virtust bæði lið vera orðin þreytt og réðust úrslitin frekar á mistökum andstæðingsins en góðri spilamennsku. Fór að lokum svo að Hamar vann oddinn 15 – 12 og leikinn þar með 3-2 og eru strákarnir því taplausir í deildinni eftir 2 leiki.

Næsti blakleikur hjá Hamri er svo á fimmtudag þegar 1. deildar lið kvenna mætir ÍK kl. 21:00 í íþróttahúsinu við Skólamörk.

Blakið er komið á fullt eftir sumarfrí og fóru fram tveir leikir í 1.deild kvenna og karla þann 2. október. Kvennalíðið sem vann sig upp um deild tók á móti liði Aftureldingar B. Þrátt fyrir góða spretti inná milli þá tapaðist leikurinn 3-0 (18-25 20-25 9-25).
Karlalið Hamars sem endaði í 2. sæti 1.deildar síðasta vetur tók á móti Fylki eftir kvennaleikinn. Þrátt fyrir að hafa misst hinn unga og efnilega Sigþór til KA fyrir veturinn byrjuðu okkar menn á 3-0 sigri í fyrsta leik gegn Fylki 25-18, 25-20 og 25-19. Næsti leikur karlaliðs Hamars er næsta sunnudag gegn nýliðum BF frá Fjallabyggð kl. 13. á heimavelli en stelpurna eiga heimaleik næst gegn Ými fimmtudaginn 12. október kl. 21.

 

Nú er vetrarstarf allra deilda hjá íþróttafélaginu Hamri að komast á fullt skrið, deildirnar eru að byrja keppni á íslandsmótum og vonandi að sem flestir geri sér ferð í íþróttahúsin í Hveragerði til að fylgjast með starfi deilda Hamars. Nú í kvöld er tvíhöfði hjá blakdeild þar sem konurnar ríða á vaðið með leik við Aftureldinu b í 1. deild kvenna. Strax þar á eftir eru karlarnir að spila við Fylkir, endilega að drífa sig í íþróttahúsið við Skólamörk og hvetja okkar fólk áfram. Þriðjudaginn 3. október er síðan drengjaflokkur í körfuknattleik að spila við KR b og Laugardaginn 7. okt spila stúlkurnar í mfl kvenna í körfuknattleik sinn fyrsta leik á vetrinum við KR í vesturbæjnum. Vikuni líkur síðan á því að karlalið Hamars í körfuknattleik spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu við ÍA á Akranesi, verum duglega að styðja við íþróttafólkið okkar í Hveragerði sama í hvaða íþróttagrein það er og mætum á áhorfendabekkina í vetur, áfram Hamar alltaf allstaðar.