Aðalfundi Badmintondeildar Hamars lauk í kvöld og hefur ný stjórn tekið við. Eftirtalin voru kosin í stjórn: Þórhallur Einisson formaður, Halldóra G. Steindórsdóttir gjaldkeri og meðstjórnendur voru kosin Helga Björt Guðmundsdóttir, Hákon Fannar Briem og Þórður K. Karlsson.  Ólafur Dór Steindórsson og Bjarndís Helga Blöndal gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og er þeim þakkað kærlega fyrir þeirra framlag á yfirstandandi ári. Þau hafa þó blessunarlega gefið kost á sér í ýmsa vinnu með stjórninni sem ber einnig að þakka sérstaklega. 

1. fundur nýrrar stjórnar var haldinn í kjölfarið og var meðal annars ákveðið að:

  • Næsta dósasöfnun deildarinnar verður haldin miðvikudaginn 7. júní nk. kl. 17:00 og eru iðkendur og foreldrar þeirra beðnir um að taka þennan tíma frá.
  • Laugardaginn 10. júní nk. mun deildin halda uppskeruhátíð / óvissuferð og eru iðkendur og foreldrar þeirra beðnir um að taka daginn frá, meira um þetta síðar.
  • Badmintonbolir munu verða innifaldir í námskeiðsgjaldi fyrir þá sem hefja iðkun hjá deildinni næsta haust. Einnig mun deildin útvega skó/stuttubuxur/spaða og annan varning á kostnaðarverði frá heildsöluaðila fyrir iðkendur deildarinnar.

Samningur var undirritaður nýverið á milli Íþróttafélagsins Hamars og Hveragerðisbæjar.  Samningurinn gildir út árið 2018 en í honum er fjallað um gagnkvæmar skyldur aðila á tímabilinu.  Samningnum er ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda í Hveragerðisbæ og íþróttafélagsins og tryggja öflugt íþrótta-, forvarna- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni í Hveragerði. Með samningnum fær íþróttafélagið 22,6 m. kr. á tímabilinu frá Hveragerðisbæ.  Auk þess fær íþróttafélagið íþróttamannvirki bæjarins til endurgjaldslausra afnota og er sá styrkur metinn á 83,5 mkr. Í samningunum kemur fram að um sé að ræða rekstrarstyrki til barna og ungmennastarfs, framlag vegna meistaraflokka, fjárveiting í ferða- og tækjasjóð og rekstrarstyrkur vegna íþróttasvæða.

Sam Malsom skrifaði á dögunum undir samning við Hamar um að spila með liðinu í 4.deild í sumar. Sam er fljótur og teknískur sóknarmaður. Sam Malsom sem er 29 ára ólst upp hjá Plymouth í Englandi. Eftir dvölina þar hefur hann komið víða við á sínum knattspyrnuferli. Hann hefur spilað sem atvinnumaður í Færeyjum, Svíþjóð, Kýpur, Englandi og Íslandi. Á flottum ferli sínum hefur hann spilað í 2. deild á Englandi með Hereford United, spilað 4 leiki í Evrópudeildinni með B36 í Færeyjum, hann spilaði svo 10 leiki með Þrótti í Pepsí deildinni og skoraði 4 mörk í þeim leikjum.

Sam mun án efa styrkja liðið í barráttunni um að komast í 3. deild. Gríðarlega sterkur leikmaður með mikla reynslu. Hann mun einnig koma að þjálfun yngri flokka á meðan hans dvöl stendur í Hveragerði svo ungir iðkenndur í Hamri munu njóta krafta hans einnig.

Efsta lið 1.deildar Höttur mætti í Hveragerðis síðastliðinn Sunnudag og spiluðu gegn Hamarsmönnum í hörkuleik. Hattarmenn höfðuð fyrir leikinn aðeins tapað einum leik á leiktíðinni og því var verðugt verkefni framundan hjá Hamarsmönnum.
Hamarsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og leiddu Mirko Virijevic 17-9 eftir 7 mín, þá hafði Mirko skorða öll stig Hattar. En Aaron Moss erlendur leikmaður Hattar setti þá 4 stig í röð og breytti stöðunni í 17-13. Hamarsmenn spiluðu þó áfram sín á milli og leiddu 26 -22 eftir fyrsta fjórðung. Hjá gestunum var títt nefndur Mirko með 14 punkta.
Liðin byrjuðu annan leikhlutann á því að skiptast á að skora og voru Mirko (22 stig) og Aaron (15 stig) allt í öllu hjá Hetti en þeir tveir ásamt Viðari (5 stig) voru búnir að skora öll stig Hattar á fyrstu 16 mínútum leiksins. Þá setti Ragnar niður sniðskot og kom þeim yfir 38-44. Aaron bætti síðan við 5 stigum og voru Hattarmenn skyndilega komnir með níu stiga forskot 40-49. Hamarsmenn náðu þó að klóra í bakkann og voru sex stigum undir er leikurinn var hálfnaður.
Gestirnir mættu stemmdari til síðari hálfleiks og juku við forkotið hægt og bítandi. Aaron Moss tók yfir leikinn en Örn Sigurðarson sem hafði verið atkvæðamestur hjá Hamri til þessa, sat mikið á bekknum í villuvandræðum. Chris Woods sá aðalega um stigaskorun heimamanna sem voru undir 66-73 fyrir loka fjórðunginn og Örn kominn með 5 villur.
En í 4.leikhluta mætti til leiks Snorri Þorvaldsson. Snorri opnaði leikhlutann á 3 stiga körfu og var brotið á honum og fékk hann því einnig vítaskot sem hann setti niður 70-73. Hattarmenn svöruðu með 5 stigum til baka en þá tók Snorri sig til og setti annan þrist og víti niður og staðan 74-78 og átta mínútur eftir. Hilmar Pétursson minnkaði svo muninn í tvö stig í næstu sókn 76-78. Næstu mínútur skiptust liðin á að skora og var staðan  82-84 þegar 5 mín voru til leiks loka. Minnstur fór munurinn niður í 1 stig 89-90 þegar tæpar 3 mín voru eftir. Hattarmenn svöruðu hinsvegar með 9-2 kafla  91-99 og kláruðu þar með leikinn. Hamarsmenn gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn aðeins lokastaðann 98-104.

Hamarsmenn sitja því áfram í 5 sætinu eftir tapið, En lið Vestra er komið upp að hlið Hamars, eftir sigur á Selfossi gegn FSu. Hamar og Vestri eigast einmitt við í næsta leik 17.febrúar á Ísafirði, en má segja að það sé úrslitaleikur þar sem liðin hafa unnið hvorn leikinn fyrir sig og eru því hníf jöfn bæði með 7 sigra og 11 töp, 14 stig. Stöðuna má sjá fyrir neðan.

5-6.sæti Hamar 14 stig 7-11/ næstu leikir:Vestri (ú)/Ármann(h)/Valur (ú)/Blikar (h)/Fjölnir (ú)/FSu (h)
5-6.sæti Vestri 14 stig 7-11/ næstu leikir: Hamar(h)/ÍA (ú)/ Höttur (ú)/ Ármann (ú)/ Valur (h) (tvisvar)
7.sæti FSu 12 stig 6-13/ næstu leikur: Ármann (ú)/ Valur (h)/ Breiðablik (ú)/ Fjölnir (ú)/ Hamar (h)

Aðalfundur Badmintondeildar Hamars verður haldinn þriðjudaginn 14. febrúar nk. kl. 20:00 í fundarherbergi aðalstjórnar fyrir ofan crossfitstöðina Hengil. Við hvetjum alla sem vilja kynna sér badmintonstarfið að mæta og taka þátt í uppgjöri síðasta árs.

Hamarsmenn mættu uppá á Akranes í fyrsta leik sínum í þriðju umferð 1.deildar karla. Bæði lið höfðu unnið hvorn leikinn og því var leikurinn ekki einungis uppá stigin tvö heldur einnig uppá innbyrgðis viðureignina í baráttunni um fimmta og síðasta sætið í úrslitakeppni um sæti í úrvalsdeild. Fyrir leikinn voru Hamarsmenn með 6 sigra (14 stig) og 10 töp, en lið ÍA 5 sigra (10 stig) og 12 töp. Bæði liðin spiluðu við FSu í sínum síðasta leik, sem einnig er í baráttu um 5 sætið. Lið ÍA vann FSu en Hamar hafði tapað. Því var ekki um fjögra stiga leik að ræða heldur meira 8 stiga leik.
Hamarsmenn byrjuðu leikinn mun betur og komust í 0-8. Skagamenn virtust vera yfir spenntir og skutu ekki nema 29% skota sinna ofan í körfuna, tölfræði þáttur sem er ómögulegt að vinna með. Hamarsmenn spiluðu leikinn af gríðarlegu öryggi og hleyptu Skagamönnum aldrei nálægt sér og uppskáru frekar auðveldan sigur  59-97. Allir í Hamarsliðinu lögðu sitt af mörkum en Örn Sigurðarson fór fyrir sínum mönnum með 26 stig og 8 fráköst. Hjá ÍA var Shouse með 25 stig.
Hamarsmenn halda því áfram í fimmta sætið og má segja að þeir hafi skilið ÍA eftir, komnir með innbyrgðis viðureignina og fjögra stiga forskot. Hamarsmenn eru sem fyrr segir í 5 sætinu með 7 sigra og 10 töp (17 leikir), Næstir koma Selfyssingar með 6 sigra og 12 töp (18 leikir), og síðan Vestri 6 sigrar og 10 töp (16 leikir). Skagamenn hafa síðan stimplað sig út úr baráttunni í bili að minnsta kosti með 5 sigra og 13 töp.

 

Næsti leikur Hamars verður svo á Sunnudaginn kl 19:15 í Hveragerði, Þegar topplið 1.deildar Höttur mætir í heimsókn.